Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 113
SKÍRNIR
SINN EIGINN SMIÐUR
111
þrenningu og virðist konungur valdaminnstur. Faðir hans er jarl
og stjórnar veraldlegum málum. Þeir feðgar hafa gert samning við
erkibyskupinn í Niðarósi „er norðr þar stýrði pllu fólki“ (3.
kap.).6 Konungur þiggur Noreg að léni frá Ólafi helga og er þar
með formlegur undirmaður umboðsmanns hins eilífa konungs,
erkibyskupsins.7 Því er nauðsynlegt að koma því á framfæri í upp-
hafi að í raun sé konungslaust í Noregi þegar Sverrir kemur þang-
að. Magnús Erlingsson er aðeins einn þriðji af konungi eins og
Sverrir gefur til kynna í ræðu sinni. Sannur konungur er allt í senn,
konungur, jarl og erkibyskup. Eins og Sverrir sjálfur.
Með orðinu „aldaskipti“ boðar Sverrir hvörf í sögu sinni og
Noregssögunni. Fram á daga hans var Noregi yfirleitt stjórnað af
fleiri en einum í senn og þótti gefast misvel, eins og rækilega er
minnt á síðar í sögunni.8 Orðið „öld“ er margrætt. Núna er það
einkum notað um tíma en í fornmáli gat það einnig merkt menn
eða hóp manna. Ef til vill merkti það í upphafi eina kynslóð
manna, bæði mennina og ævi þeirra.9 Hvað sem því líður virðist
Sverrir segja að nú sé í senn runnið upp nýtt skeið í sögu Noregs
og nýr maður kominn til ríkis. En það er kannski ekki aðalatriðið
6 Svipað er tekið til orða í Skálholtsbók (4) og Flateyjarbók (536) en þessari setn-
ingu er sleppt í Eirspennilsgerðinni.
7 Um krýningareið Magnúsar og samhengi hans, sjá Koht, „Noreg eit len av St.
01av“; Schreiner, „Lovene om tronfolgen"; Seip, „Problemer og metode“,
57—91; Vandvik, „Magnus Erlingssons kroningseid"; Vandvik, „Konstantins
dáp“; Tobiassen, „Tronfolgelov og privilegiebrev“; Holmsen, „Erkebiskop Ey-
stein og tronfolgeloven"; Blom, Kongemakt og privilegier; Gunnes, „Erkebisk-
op Oystein som lovgiver", 139—49; Gunnes, Kongens xre, 132-48; Krag,
„Skikkethet og arv“; Gunnes, Erkebiskop 0ystein, 99-129; Sandaaker, „Magnus
Erlingssons kroning“.
8 Áhugavert er að Magnús Erlingsson bendir á hversu illa það hafi gefist en Sverr-
ir er til í að deila valdinu, sjá Sverris saga (60. kafli). í norrænum konungasögum
er áberandi sú afstaða að best sé að konungur sé einn (Ármann Jakobsson, I leit
að konungi, 133-43; sbr. Tellenbach, „Die Unteilbarkeit des Reiches"). Eigi að
síður var skipting Noregs oft staðreynd fram á daga Sverris, sjá Bjorgo, „Sam-
kongedomme kontra einekongedomme”; Blom, „Samkongedomme - Ene-
kongedomme", Bagge, „Samkongedomme og enekongedomme"; Bjorgo, „Sam-
kongedomme og einkongedomme".
9 Fritzner, Ordbog, 1083-84; Gurevich, Categories, 94-95.