Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 86

Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 86
84 SVERRIR JAKOBSSON SKÍRNIR Gests þætti. Þar er fortíð norrænna manna sett í ramma sem teng- ist sögu þjóða á meginlandi Evrópu. Hlutverk Ólafs Tryggvason- ar er að binda enda á forsöguna, á veröld Völsunga og Brávallabar- daga sem Norna-Gestur er vottur að.9 Með valdatöku og trúboði Ólafs lýkur fornaldarsögu Norðurlanda en fram að því myndar hún heild sem rúmast í Norna-Gests þætti. Svipuð saga er í Sörla þætti (sem einnig kallast Héðins saga ok Högna) um hin miklu hjaðningavíg þar sem herkonungar úr suðri og norðri halda áfram bardögum um aldir uns trúboðskonungurinn leysir þá úr álögum: „Þessi armæða og ánauð gekk alla lund frá því að þeir tóku að berjast og framan til þess er Ólafur Tryggvason varð konungur að Noregi. Segja menn að það væri fjórtán tigir ára og þrjú ár áður en þessum ágæta manni, Ólafi konungi, yrði það lagið að hans hirð- maður leysti þá frá þessu aumlega áfelli og skaðlegum skapraun- um.“10 Tími Ólafs boðar þannig veruleg þáttaskil í sögu Norður- landa.* 11 I íslenskum sagnaritum eru ferðir Islendinga til Vínlands einnig tengdar rækilega við trúboðsstarf Ólafs Tryggvasonar. í Eiríks sögu er tekið fram að Leifur Eiríksson hafi verið hirðmaður Ólafs Tryggvasonar og boðað kristni á hans vegum á Grænlandi eftir að hann villtist til Vínlands. I Grænlendinga sögu er þessa að vísu ekki getið en sagt er frá tengslum Leifs og Ólafs annars staðar í Flateyjarbók.12 Að mati íslendinga virðist Ólafur Tryggvason hafa verið eins konar kristniboði Norðurlanda. I ljósi hins mikilvæga hlutverks sem Ólafur gegndi fyrir kristn- un Norðurlanda er athyglisvert að skoða hvernig sagt er frá trú- 9 ,,[T]he Christian present purges the pagan past in the closing baptism", Joseph Harris og Thomas D. Hill, „Gestr’s ‘prime sign’: Source and Signification in Norna-Gests þdttr“, Arkiv för nordisk filologi, 104 (1989), 103-22 (bls. 111). 10 Flateyjarbók. En samling af norske konge-sagaer med indskudte mindre for- tællmger om begivenheder i og udenfor Norge samt annaler, útg. Guðbrandur Vigfússon og Carl Rikard Unger, 3 bindi, Christiania (Ósló) 1860-1868,1, bls. 282. 11 Enda þótt sagan um hjaðningavígin sé mun eldri er þáttur Ólafs Tryggvasonar nýjung í Sörla þætti, sbr. Elizabeth Ashman Rowe, „SQrla þáttr: The Literary Adaptation of Myth and Legend“, Saga-Book, 26 (2002), 38-66 (bls. 62-63). 12 Flateyjarbók, I, bls. 430, 448.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.