Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 98
96
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
Það segja þeir menn er verið hafa í Miklagarði að Paðreimur sé á þá leið
ger að veggur hár er settur um einn völl, að jafna til víðs túns kringlótts,
og gráður umhverfis með steinveggnum, og sitja menn þar á en leikur er
á vellinum. Eru þar skrifuð margskonar forn tíðindi, Æsir og Völsungar
og Gjúkungar, gert af kopar og málmi með svo miklum hagleik að það
þykir kvikt vera og með þessi umbúð þykir mönnum sem þér sé í leikn-
um, og er leikurinn settr með miklum brögðum og vélum. Sýnist sem
menn ríði í lofti og við er og skoteldur hafður og sumt af forneskju. Þar
er við höfð alls konar söngfæri, psalterium og organ, hörpur, gígjur og
fiðlur og alls konar strengleikur.47
Nú kemur varla til greina að Grikkir hafi haft áhuga á þjóðsögum
norrænna manna frá þjóðflutningatímanum, en frá hverju er þá ver-
ið að segja? I sjálfu sér sýnir þessi frásögn hvernig norrænir menn
tengdu eigin fortíð við þau lönd í Asíu sem talin voru liggja nærri
miðju heimsins. Þaðan áttu Æsir að hafa komið, eins og sagt er frá
víða, m.a. í formálum Snorra-Eddu og Heimskringlu, og því ekki að
undra að saga Völsunga og Gjúkunga væri tengd við heimsveldið.
Á krossferðaöld fjölgaði ferðum norrænna manna til Mikla-
garðs og Jórsala þótt þær yrðu aldrei jafn tíðar og Rómarferðir
þeirra. Þar riðu á vaðið Eiríkur Sveinsson (um 1055-1103) Dana-
konungur og Sigurður Magnússon (um 1090-1130) Noregskon-
ungur. I Eiríksdrápu Markúsar Skeggjasonar (d. 1107) má finna
sama stef þegar sagt er frá ferðum Eiríks Sveinssonar Danakon-
ungs suður í lönd. Hámarki nær þó virðing Eiríks þegar hann fer
til Miklagarðs:
Hildingr þá við hæst lof aldar
hgfgan auð í golli rauðu,
halfa lest, af harra sjglfum
harða ríkr í Miklagarði;
áðan tók við allvalds skrúði,
(Eiríki þó vas gefit fleira),
reynir veitti herskip hýnum
hersa máttar sex ok átta.48
47 Morkinskinna, bls. 350.
48 Den norsk-islandske skjaldedigtning, útg. Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn
1912-1915. 800-1200, B. Rettet text, I, bls. 414-20.