Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 207
SKÍRNIR
ÍMYND (OFUR)KARLS
205
ur en Ingibjörgu. í bókum almennt segja langar þagnir um mikilvæg at-
riði oft heilmikla sögu. í tilfelli Páls Eggerts segja þær mikið um viðhorf
hans til karlmennsku og kvenleika. Hér segir Páll Eggert t.d. frá kynnum
þeirra Jóns og Ingibjargar:
Var hún þá vel gjafvaxta, nálega 7 árum eldri en Jón ... Ekki má með
vissu herma, hvort þau Jón hafi þá fellt hugi saman, er Jón var í þjón-
ustu föður hennar. En hitt mun víst, að lofuð voru þau sín í millum,
áður en Jón fór utan til háskólanáms. Var Ingibjörg hin mesta gerðar-
kona í sjón og raun. Sýndi hún prýðilega innræti sitt og dyggð í sam-
búð við föður sinn.19
Síðan er farið fleiri orðum um þjónustulund hennar. Hérna fer Páll Egg-
ert ekki aðeins hratt yfir langa sögu heldur kristallast í textanum einnig
viðhorf hans til kvenna og kvenleika. Síðan segir hann svo frá festartím-
anum: „Þó réðst að lokum hjónaband þeirra, eftir að Jón hafði verið 12 ár
fjarvistum frá henni, og hún var þá 41 árs, en Jón einungis 34 ára. Voru
þau gefin saman skömmu eftir alþingi 1845 (4. sept.).“20 Hér er sem sagt
á ferðinni stutt og hnitmiðuð frásögn, og Páll Eggert virtist hafa verið
hinn ánægðasti með samband þeirra hjóna:
Urðu samfarir þeirra hinar ágætustu, þótt aldursmunur væri mikill.
Þurfti Jón eigi að iðrast kvonfangsins, því að honum hentari kona og
dyggvari myndi torgæt. Að vísu var Ingibjörg engin menntakona,
virðist jafnvel hafa verið heldur illa að sér í öllum bóklegum efnum.
En forsjárkona var hún mikil, ágætlega fallin til heimilisstjórnar og at-
huga alls innan húss. Er það einmælt, að Ingibjörg hafi jafnan dyggi-
lega staðið við hlið manni sínum, bægt frá honum öllum óþægindum
og ama, svo sem í valdi hennar stóð, til þess að hann mætti sem minnst
glepjast frá áhugamálum sínum.21
Enn og aftur skín í gegnum orð Páls Eggerts ákveðið viðhorf til karla og
kvenna, og að sjálfsögðu einnig í gegnum það sem hann lætur ósagt. Hann
nefnir ekki þær takmarkanir sem konur máttu búa við, t.a.m. hvað varð-
ar menntun, rétt til þátttöku í stjórnmálum, erfðir o.s.frv. Þau orð hans að
Ingibjörg hafi ekki verið nein menntakona og jafnvel heldur illa að sér í
öllum bóklegum efnum þarf auðvitað að skoða í ljósi samtíðar hennar, t.d.
19 Páll Eggert Ólason,/ó« Sigurðsson I, bls. 124.
20 Sama rit, bls. 462.
21 Sama rit, bls. 463.