Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 124

Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 124
122 ÁRMANN JAKOBSSON SKÍRNIR eitt er skapferli bóndasonar en sannur konungur má ekki vera hógvær. Sverrir þarf að sýna í verki það sem Nietzsche kallaði löngu síðar „der Wille zur Macht“ og hljómar best á þýsku. Þann valdavilja hefur Sverrir umfram Magnús konung sem í raun hefur þegar gefist upp í lokaræðu sinni. Þar lýsir hann sér sem barni á konungsstól. Honum er líka lýst sem hálfgerðu barni þegar Sverr- ir kemur fyrst í Noreg þó að hann sé þá um tvítugt. í einni af fyrstu orustum Birkibeina við menn Magnúsar konungs kemur fram að Erlingur jarl vakir en konungur sefur: „En Magnús kon- ungr var sofnaðr hjá jarlinum, ok jarlinn klappaði hendi sinni á bak honum ok bað hann vaka. Konungr spurði hvat er títt væri. Jarl segir nú þessa kosti er Sverrir prestr hafði þeim boðit. Magn- ús konungr bað jarl kjósa“ (33. kap.). Hvor ræður hér? Og er það ekki hlutverk konungs að vaka þegar neyðin kallar? Textinn kall- ar á slíkar spurningar. Af Sverris sögu má glöggt ráða að Magnús konungur er aðlað- andi og vinsæll. Að mörgu leyti er hann eins og barn. Hann er ákafur, glaður, skapmikill og vænn. Öllum fellur við hann. En er hann sannur konungur? Er æskilegt að hafa konung sem er nánast stórt barn? Sverrir virðist ekki telja það. Þegar hann fréttir um Ey- stein meylu spyr hann um hegðun hans „ok fannsk honum þat eina í, sem unglig myndu vera mprg ráð hans ok tiltœki“ (6. kap.). Það er kannski jákvætt að vera unglegur en ekki fyrir þann sem vill verða konungur. Ekki líst Sverri heldur fyrst á Birkibeina þar sem þeir eru „svá miklir æskumenn at ekki sýnðusk honum þeir líkligir til mikillar ráðagerðar“ (8. kap.). Hjá Sverri eru æska og óviska lögð að jöfnu og í eigin sögu tekur Sverrir sér skýra stöðu hinum megin á ásnum, þar sem reynsla, viska, kænska, íhygli og aðrir eiginleikar fullorðinna eiga heima.31 I sumum handritum Sverris sögu lýkur sögunni á klausu sem yfirleitt er ekki talin eiga þar heima og virðist við fyrstu sýn eins og útúrdúr. Þar er greint frá andláti Birgis brosa og því að Svíar taka Jón Sörkvisson til konungs sem aðeins er eins vetra og 31 Sbr. Ármann Takobsson, / leit að konunei, 202-22: Marold, „Vom Umgang; mit Feindem“, 184-87.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.