Skírnir - 01.04.2005, Side 107
SKÍRNIR AUSTURVEGSÞJÓÐIR OG ÍSLENSK HEIMSMYND 105
stæður, s.s. þegar Hadrianus páfi (Englendingurinn Nicholas
Breakspear) veitti Hinrik II. Englandskonungi heimild árið 1155 til
að „færa út landamæri kristinnar kirkju" með því að leggja undir
sig hið kristna Irland.81 Rússar eru kallaðir heiðingjar í páfabullum
frá og með 13. öld en það er nýjung að sjá þetta hugtak notað í ver-
aldlegu riti.82 Þessi orðanotkun ryður sér til rúms í máli Svía á 14.
öld. Samkvæmt Revelationes heilagrar Birgittu beindist herferð
Magnúsar Eiríkssonar til Rússlands gegn heiðingjum (paganos) og
vantrúarmönnum (infideles). I sænskum texta er aðeins talað um
„hedhninga".83 Orðaforði norrænna manna yfir trúarlegan ágrein-
ing var oft takmarkaður, allt sem ekki var kristni var heiðni.
Noregskonungar tengdust þessum átökum í gegnum konungs-
sambandið við Svía 1319-1355 en einnig áttu þeir langvarandi
samskipti við íbúa Finnmerkur. I Gottskálksannálum segir að
Rússar hafi herjað „norðan á Hálogaland og brenndu Bjarkey
fyrir herra Erlingi Víðkunnssyni" árið 1323. Erlingur skrifar Eilífi
of Sweden, 1140-1500“, Crusade and Conversion on the Baltic Frontier
1100-1500, ritstj. Alan V. Murray, Aldershot, Hampshire 2001, 119-30 (eink-
um bls. 124).
81 Robert Rees Davies, Domination and Conquest. The Experience of Ireland,
Scotland, and Wales, 1100-1300 (The Wiles Lectures given at the Queen’s Uni-
versity Belfast), Cambridge 1990, bls. 111. Davies telur að þetta hafi verið eina
færa leiðin til að réttlæta innrás í kristið land.
82 Lind, „Consequences of the Baltic Crusades in Target Areas", bls. 149. 1 För-
bindelsedikten frá miðri 15. öld er hatrið á Rússum orðið ákafara. Því er lýst
hvernig konungur lætur raka skegg þeirra og „haden rakath hoffuden fra thera
hals / tha hade the ey giorth tolkit fals“, Svenska medeltidens rim-krönikor
(Samlingar utgifna af Svenska fornskrift-sallskapet, 17), útg. Gustaf E. Klemm-
ing, 3 bindi, Stokkhólmi 1865-68, III, bls. 177. Sbr. Conny Blom, Förbindel-
sedikten och de medeltida rimkrönikorna. Studier kring omarbetningen av
Erikskrönikan och tillkomsten av Förbindelsedikten samt dessa krönikedelars
plats i den medeltida rimkröniketraditionen (Bibliotheca Historica Lundensis,
28), Lundi 1972, bls. 194-200.
83 Sjá t.d. Sancta Birgitta, Revelaciones. Lib. VII (Samlingar utg. av Svenska forn-
skriftsállskapet. Ser. 2. Latinska skrifter, VII:8), útg. Hans Aili, Uppsölum
2002, bls. 163; Heliga Birgittas uppenbarelser (Samlingar utgifna af Svenska
fornskrift-sállskapet, 14), útg. Gustaf E. Klemming, 5 bindi, Stokkhólmi
1857-1884, III, bls. 397. Árið 1342 átti Magnús Eiríksson í deilum við Hansa-
kaupmenn vegna þess að þeir versluðu við „heiðingja“, þ.e. Rússa, sbr. Michael
Nordberg, I kung Magnus tid. Norden under Magnus Eriksson 1317-1374,
Stokkhólmi 1995, bls. 61.