Skírnir - 01.04.2005, Page 173
SKÍRNIR
SVOR VIÐ ANDMÆLUM
171
hinn sanni íslendingur hafi verið tákn borgarastéttarinnar (449). í
ritgerðinni er þessi niðurstaða orðuð á þann veg að þegar „hugtak-
ið Islendingur er skoðað ofan í kjölinn virðist það fyrst og fremst
hafa verið hliðhollt uppvaxandi borgarastétt, þ.e. karlmönnum
sem lifðu lífi sínu samkvæmt forskrift einstaklingshyggjunnar,
„lutu ekki yfirráðum annarra" og skipuðu helstu virðingar- og
valdastöður."8
Andmælendur mínir biðja beinlínis um aðra rannsókn en þá
sem liggur fyrir þegar þau segja að ,,[n]ær væri að ræða um mark-
mið stjórnmálahreyfinga og -flokka á tímabilinu og að þjóðernis-
stefnu hafi verið beitt í þágu málstaðar þessara aðila.“ Stjórnmála-
greining og hagsmunaátök stjórnmálaflokka eru talinn lykillinn
að rannsóknum á þjóðerninu en þetta séu grundvallaratriði m.a.
vegna þess að afstaða flokka og fulltrúa þeirra til þjóðernisgoð-
sagnarinnar séu „í stöðugri endurskoðun og endurmótun og háð
pólitísku landslagi á hverjum tíma.“ Til sönnunar er m.a. tekið
dæmi af Einari Olgeirssyni, helsta foringja kommúnista og sósí-
alista, sem hafnaði þjóðernisgoðsögninni árið 1930 en tók undir
hana á Lýðveldishátíðinni 1944 (447). En því er ekki haldið til
haga að afstaða kommúnista um 1930 virðist vera mikil undan-
tekning frá almennri afstöðu stjórnmálamanna til þjóðernisgoð-
sagnarinnar sem og gullaldarhugmynda Islendinga almennt. Hún
á sér fyrst og fremst líkindi í hugmyndum fámenns hóps manna
sem aðhylltust menningarlega róttækni á árunum milli stríða,
manna á borð við Halldór Laxness, Þórberg Þórðarson, Sigurð
Einarsson og Skúla Guðjónsson, bónda á Ljótunnarstöðum. Það
er í raun ekkert sem bendir til að þjóðernishugmyndafræðin hafi
farið eftir pólitískum flokkslínum, mótast af flokkspólitískri af-
stöðu manna eða stéttastöðu eða tekið mið af flokkspólitísku
landslagi á hverjum tíma. Að beita hefðbundinni stjórnmála-
greiningu og sögulegri efnishyggju á þjóðernisorðræðuna væri í
þessu tilviki það sama og að gera sig sekan um eina af syndum
sagnfræðinnar, þ.e. að þröngva kenningu upp á efni þar sem hún
á ekki við.
8 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Islendingur, bls. 160.