Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 208
206
PÁLL BJÖRNSSON
SKÍRNIR
í ljósi þess að það var ekki fyrr en um aldarfjórðungi eftir fráfall Ingi-
bjargar sem stúlkum var leyft að setjast á skólabekk í Lærða skólanum.
Síðan má velta fyrir sér hvort Páll Eggert hefði talað um mikinn aldurs-
mun þeirra hjóna ef Jón hefði verið sjö árum eldri en Ingibjörg. Að við-
horfi Páls Eggerts til karla og karlmennsku mun ég víkja aftur í lokin.
Snúum okkur þá að Guðjóni en umfjöllun hans um Ingibjörgu er
fremur ítarleg því að hún er sú manneskja sem oftast kemur fyrir í manna-
nafnaskránum í verki hans. E.t.v. er þetta ein mesta nýjung verksins. Hún
birtist t.a.m. í því að í hvert sinn sem Jón hélt til þings á íslandi þá má ætla
samkvæmt lýsingu Páls Eggerts að hann sé einn á ferð, en í frásögn Guð-
jóns ferðast hjónin aftur á móti saman. Frásögn Guðjóns er fyllri, þótt
ekki sé hægt að saka Pál Eggert um að fara með ósannindi. Og það sem
meira er, það má einnig finna dálitla greiningu á stöðu kvenna í verki Guð-
jóns, sem varpar ljósi á aðstæður Ingibjargar. Lítum t.d. á lýsingu hans á
stöðu ungra, ógiftra kvenna í Reykjavík sem nær að setja hluti í samhengi:
Jómfrúrnar í Reykjavík og næsta nágrenni eiga ekki sjö dagana sæla.
Þær teljast dætur fyrirmanna og geta því ekki verið þekktar fyrir að
slá sér upp með hverjum sem er. Slagur þeirra um unga og efnilega
stúdenta er harður og hætt er við að einhverjar þeirra pipri. Þær eiga
fárra kosta völ, eru ekki sjálfra sín ráðandi nema að takmörkuðu leyti
og verða því að þreyja og vona. ... Eini skóli landsins er fyrir pilta.
Þær búa í heimi þar sem karlar hafa tögl og hagldir. Það eina sem bíð-
ur jómfrúnna er hjónaband, þar sem þær eru ósjálfráða, eða að verða
uppþornaðar piparmeyjar á náð einhverra ættingja.22
Hér er valdaleysi kvenna dregið fram. Eftirtektarvert er að í textanum
birtast jómfrúrnar einnig sem gerendur, þær leita sér að elskhugum eða
réttara sagt eiginmönnum. Þannig er einnig umfjöllun Guðjóns um Ingi-
björgu; hann gerir hana m.ö.o. ekki að viljalausu verkfæri í höndum karla,
í þessu tilfelli Jóns Sigurðssonar. Guðjón lýsir t.d. samdrætti þeirra Ingi-
bjargar og Jóns þannig að það sé Ingibjörg sem renni hýru auga til hans
en ekki öfugt, eins og fram kemur í eftirfarandi tilvitnun: „Oftast situr
hann [þ.e. Jón] þegar kvölda tekur inni í litlu stofunni í Johnsenshúsi með
bók í hendi. Jómfrú Ingibjörg er þá við sauma og gefur þessum fyrir-
myndarfrænda sínum hýrt augnatillit".23 Hér mætti raunar staldra við og
22 Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson I, bls. 64.
23 Sama rit, bls. 59. Sjá einnig sama rit, bls. 70 þar sem Guðjón talar um að Ingi-
björg sé mjög hrifin af Jóni.