Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 111
ÁRMANN JAKOBSSON
Sinn eiginn smiður
Ævmtýrid um Sverri konung
Lítill maður og lágur
Aldaskipti er mikit orðit, sem þér meguð sjá, ok er undarliga orðit er einn
maðr er nú fyrir þrjá: einn fyrir konung ok einn fyrir jarl, einn fyrir erki-
biskup, ok em ek sá. (Sverris saga (38. kap.), bls. 42.)1
Sá sem hér talar veit að rödd hans berst víða: „skýrt orðtakit ok
rómrinn svá mikill yfir málinu at þó at hann þœtti eigi hátt mæla
þá skildu allir þótt fjarri væri“ (181. kap.). Ræðan er í miðri sögu
og sagan rituð af ábóta en sá sem hefur orðið er sjálfur eins konar
meðhöfundur og ef til vill frumkvöðull að verkinu.2 Hann er með-
al fyrstu manna á Norðurlöndum til að endurskapa sjálfan sig í
1 Hér er vísað til útgáfu Indrebos en hún samræmd samkvæmt viðmiðum Hins ís-
lenska fornritafélags. Eftirleiðis verður vísað til sögunnar með kaflanúmerum í
meginmáli og er þá stuðst við útgáfu Indrebos á AM 327 4to. Til annarra gerða
sögunnar er aðeins vísað þegar verulegur munur er á texta. Fjögur aðalhandrit
Sverris sögu hafa verið gefin út: AM 327 4to, Eirspennill, Flateyjarbók og Skál-
holtsbók (nánari upplýsingar um þessar útgáfur er að finna í heimildaskrá und-
ir Sverris saga). Aðeins í því fyrstnefnda stendur Sverris saga ein en annars með
öðrum konungasögum. Frá dögum Finns Jónssonar („Sverrissaga", 97-112) og
Indrebos („Innleiding") hafa flestir hneigst að því að AM 327 4to sé besta hand-
ritið en Eirspennill verulega stytt. Koht („Norsk historieskriving", 97-101) taldi
hins vegar Eirspennil nær frumtextanum. Sbr. Lárus H. Blöndal, Um uppruna
Sverrissögu, 12-52. Þorleifur Hauksson vinnur nú að vísindalegri útgáfu á Sverr-
is sögu á vegum Hins íslenska fornritafélags og þakka ég honum góð ráð um
meðferð texta.
2 í formála Sverris sögu er sagt að Sverrir hafi setið sjálfur yfir og ráðið hvað skuli
ritað og væri sá hlutur sögunnar kallaður Grýla („prologus"). Deildu fræðimenn
lengi um hversu langt Grýla hefði náð (sjá m.a. ítarlega reifun Holm-Olsens,
Studier i Sverris saga, 30-84 og Lárusar H. Blöndal, Um uppruna Sverrissögu,
53-157). Þó að Sverrir hafi ekki sagt fyrir nema fyrstu kaflana má eigi að síður
telja hann frumkvöðul að verkinu. Gurevich („From saga to personality") er á
svipaðri braut og greinarhöfundur að þessu leyti (sjá einnig Ólafía Einarsdóttir,
„Sverrir - præst og konge“, 67-73).
Skímir, 179. ár (vor 2005)