Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 65
SKÍRNIR VANHELGUN NORRÆNNAR GOÐSÖGU 63
Heyr Míms vinar mína,
mér es fundr gefinn Þundar,
við gómasker glymja
glaumbergs, Egill, strauma.9
(Egill, heyr mína Míms vinar (Óðins) glaumbergs strauma
(glaumberg er brjóst; straumar þess eru skáldamjöðurinn) glymja
við góma sker; mér er gefinn fundur Þundar (Óðins).)
í upphafi Húsdrápu, sem tímasett hefur verið u.þ.b. 985, segir
Ulfur Uggason:
Hjaldrgegnis ték Hildar
hugreifum Áleifi,
hann vilk at gjpf Grímnis,
geðfjarðar lá, kveðja.10
(Ték (færi eg) hugreifum Áleifi (Ólafi pá) geðfjarðar (brjósts) lá
(bylgju) Hildar hjaldurgegnis (Óðins); hann vil eg kveðja að
Grímnis gjöf (kvæðinu).)
I Sigurðardrápu, sem Kormákur Ögmundarson er sagður hafa ort
um Sigurð Hlaðajarl nálægt miðri 10. öld, segir:
Heyri sonr á, Sýrar,
sannreynis, fentanna
grr greppa lætk uppi
jastrín, Haralds, mína.* 11
(Sonur sannreynis Haralds (hárfagra, Sigurður jarl Grjótgarðsson)
heyri á; læt eg ör uppi mína fentanna (steina) Sýrar (Freyju; gýgj-
ar) greppa (jötna) jastrín (öl, skáldskap, kvæði.)
Orðalag Sigurðardrápu Kormáks, „lætk uppi“, svarar til þess þeg-
ar segir í Háleygjatali að Eyvindur „yppi“ skáldskapnum og í
9 SnE, 122. Rætt hefur verið um hugsanleg tengsl erfiljóðs Völu-Steins við
Sonatorrek. Sjá Sigurð Nordal 1924, 83-102, og Baldur Hafstað 2001,21—37, og
rit sem þar er vísað til. Hér gefst ekki tóm til að víkja frekar að þeirri umræðu.
10 SnE, 123.
11 SnE, 211.