Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 100
98
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
Sigurðar við heiðingja en minna frá þeim helgu stöðum sem hann
heimsótti.51
Jórsalaför Rögnvalds jarls í Orkneyjum 1151-1153 virðist til
komin af allt öðru tilefni en þörf fyrir sáluhjálp. Eindriði ungi,
heimkominn málaliði úr Miklagarði, hvetur hann til ferðarinnar
með þessum orðum: „[Það] þykki mér undarlegt, jarl, er þú vill
eigi fara út í Jórsalaheim og hafa eigi sagnir einar til þeirra tíð-
enda er þaðan eru að segja. Er slíkum mönnum best hent þar
sakir yðvara lista. Muntu þar best virður sem þú kemur með
tignum mönnum."52 Eindriði gerir raunar sitt til að spilla fyrir
þeim þegar komið er til Miklagarðs þar sem hann „hafði allmikl-
ar virðingar af stólkonungi". Eigi að síður var þeim vel fagnað af
keisaranum og dveljast þar lengi „í allgóðum fagnaði“ en þó er
meira um vert að þegar heim er komið „varð þessi ferð hin
frægsta. Og þóttu þeir allir miklu meira háttar menn síðan er
farið höfðu."53 Virðing sú sem jarlinn og félagar hans fá af ferð-
inni er rakin mun ítarlegar en sú sáluhjálp sem á að fylgja píla-
grímsferð.
Virðingin sem Miklagarðskeisari ásýnir konungunum og jarl-
inum veldur því að þeir teljast meiri háttar menn eftir ferðina.
Óljóst er hvað annað á að hafa falist í henni, a.m.k. skiptir fjár-
hagslegur ávinningur ekki máli. Samt sem áður virðist virðingin
hafa skipt sagnaritara miklu máli. Ávinningurinn hefur verið tákn-
rænn og pílagrímsferðir konunga e.t.v. haft svipaðan tilgang og
ferðir bændasona til hirða konunga og veraldarhöfðingja. Menn
komust þannig í snertingu við þá menn sem þótti álitsauki að hafa
hitt.
Eflaust hafa ferðir konunga á vit stólkonungsins verið túlkað-
ar með misjöfnum hætti. Á 12. öld virðist Miklagarðskeisari hafa
51 Morkinskinna, bls. 337. Ármann Jakobsson lýsir utanfararsögu Sigurðar sem
sögu „af gulli og gersemum, fræknum sigrum, höfðinglegum móttökum og
dýrum veislum", sbr. Staður í nýjum heimi. Konungasagan Morkinskinna,
Reykjavík 2002, bls. 208.
52 Orkneyinga saga (Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, 40), útg.
Sigurður Nordal, Kaupmannahöfn 1913-1916, bls. 215.
53 Orkneyinga saga, bls. 259.