Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 102
100
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
bera dýrð þeirra saman við Miklagarðskeisara eða aðra konunga í
suðri. 58
Áður hefur verið minnst á Þorvald víðförla en upphefðin sem
Islendingar töldu að hann hefði hlotið í Austurvegi var ekki aðeins
táknræn. í Kristni sögu og Flateyjarbók segir einkum frá starfi
Þorvalds víðförla í Austurvegi til að efla guðs kristni. í sögu Ólafs
Tryggvasonar hinni mestu (frá 14. öld) eru metorð hans hins veg-
ar af öðrum toga:
Tók sjálfur stólkonungurinn við honum með mikilli virðing og veitti
honum margar vingjafir ágætar því að svo var guðs miskunn honum ná-
kvæm. Og flaug hans frægð fyrir alþýðu hvar sem hann kom að hann var
virður og vegsamaður svo af minnum mönnum sem meirum sem einn
stólpi og upphaldsmaður réttrar trúar og svo sæmður sem dýrðarfullur
játari vors herra Jesú Kristí af sjálfum Miklagarðskeisara og öllum hans
höfðingjum og eigi síður af öllum biskupum og ábótum um allt Grikk-
land og Sýrland. Allra mest var hann tignaður um Austurveg þangað
sendur af keisaranum svo sem foringi eður valdsmaður skipaður yfir alla
konunga á Rússlandi og í öllu Garðaríki.59
Ykjusögur af þessu tagi segja fátt um ævi Þorvalds víðförla í lok
10. aldar en þær sýna hvað íslenskir 14. aldar menn töldu að gæti
hafa beðið landa sinna austur í löndum áður fyrr.60 Athygli vekur
58 í lokaorðum Grettis sögu er t.d. haft eftir Sturlu Þórðarsyni að Grettir sterki
væri merkur vegna þrigga hluta, m.a. þess „að hans var hefnt út í Miklagarði
sem einskis annars íslensks manns“, Grettis saga Ásmundarsonar (Altnordische
Saga-Bibliothek, 8), útg. Richard Constant Boer, Halle 1900, bls. 315. Það var
mikilvægt að hljóta góða og fræga hefnd og þetta var senniiega hámark þess.
59 Óláfs saga Tryggvasonar en mesta, I, bls. 300.
60 Guðbrandur Vigfússon taldi að það væri „án efa tilhæfa í því, að Þorvaldr hafi
stofnað ágætt múnklífi, og orðið frægr í Austrlöndum. Rússland tók kristni frá
Miklagarði, svo það er líklegt að Þorvaldr gæti hafa verið sendr til Rúslands frá
stólkonúnginum, nema hvað hér mun nokkuð öfgað um dýrð hans og frægð.“
Biskupa sögur, útg. Jón Sigurðsson og Guðbrandur Vigfússon, 2 bindi, Kaup-
mannahöfn 1858-1878, 1, bls. 48. Hér má þó benda á að elstu sögur af Þorvaldi
eru skráðar 300 árum eftir fall Ólafs konungs. Rússland tók vissulega rétttrún-
aðarkristni á 10. öld. Hins vegar er enginn dýrlingur í Austurvegi sem gæti ver-
ið Þorvaldur og engar rússneskar heimildir segja frá manni sem var skipaður
yfir alla konunga í Garðaríki.