Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 103
SKÍRNIR AUSTURVEGSÞJÓÐIR OG ÍSLENSK HEIMSMYND 101
að þrátt fyrir trúarleg afrek Þorvalds er upphefð hans veraldleg
sem „foringi og valdsmaður" sem settur er ofar konungum.
Sögurnar um hina víðförlu Eirík og Þorvald sýna að við lok 14.
aldar var Miklagarðskeisari ennþá álitinn „höfuð allrar kristni“
sem gat veitt norrænum mönnum veraldlega sem andlega upp-
hefð. Stólkonungurinn virðist hafa þá sérstöðu meðal kristinna
konunga að völd sem þegin er úr hendi hans hafa trúarlegt inni-
hald ekki síður en veraldlegt. Slík sagnaritun getur varla talist und-
ir áhrifum frá „hinum mikla klofningi", þvert á móti.
„Kóngur Rússa tók trú“
Oddur Snorrason ritaði um Ólaf Tryggvason en honum hefur
einnig verið eignuð saga af Yngvari víðförla þar sem vikið er að
ferðum sænsks konungssonar í Austurvegi. Um ferðir Yngvars
eru til samtímaheimildir, t.d. rúnasteinar frá 11. öld, en sagan er
ungleg.61 I sjálfu sér er athyglisvert að Oddur skuli hafa ritað um
atburði í Austurvegi. Það bendir til þess að áhugi hans á þessum
löndum hafi náð til annars en sögu Ólafs Tryggvasonar.
I Eymundar þætti Hringssonar í Flateyjarbók segir frá stjórn-
málum í Rússlandi og deilum konunga um forræði og á sú saga að
gerast á 11. öld.62 Hún er ungleg en til vitnis um þekkingu Islend-
inga á staðháttum og pólitískum aðstæðum í Garðaríki.63 Þar seg-
ir frá deilum konungs í Hólmgarði við bræður sína sem eru kon-
ungar í Kænugarði og Palteskju. í lengri gerð Örvar-Odds sögu
eru taldir upp konungar í Hólmgarði, Móramar, Ráðstofu, Súrs-
dal, Palteskjuborg og Kænugörðum en konungur í Hólmgarði
getur einnig safnað her „af Kirjálalandi og Rafestalandi, Refalandi,
Vírlandi, Eistlandi, Líflandi, Vitlandi, Kúrlandi, Lánlandi, Erm-
61 Sbr. Sven Birger Fredrik Jansson, Runinskrifter i Sverige, Uppsölum 1984 [3.
útgáfa; frumútg. 1963], bls. 68-72.
62 Flateyjarbók, II, bls. 118-34.
63 Um heimildargildi þáttarins í samanburði við rússneskar heimildir sjá Robert
Cook, „Russian History, Icelandic Story, and Byzantine Strategy in Eymund-
ar þáttr Hringssonar", Viator, 17 (1986), 65-89 (bls. 68-71).