Skírnir - 01.04.2005, Page 27
SKÍRNIR
GUÐMUNDUR FINNBOGASON
25
við Bergson sem hafi eindregið hvatt sig til að halda áfram á
þeirri braut og í bréfinu ber hann þetta viðfangsefni undir Höff-
ding.48
Viðbrögð Höffdings voru jákvæð og hófst nú Guðmundur
handa við að safna efni í doktorsritgerðina. Veturinn 1909-1910
dvaldi Guðmundur í Berlín og sótti fyrirlestra Carls Stumpf
(1848-1936) en Stumpf var einn kunnasti sálfræðingur Þýskalands
á þessum árum, ekki síst þekktur fyrir rannsóknir sínar á tóna-
skynjun. Stumpf hafði töluverð áhrif á unga kynslóð sálfræðinga
sem voru í Berlín á svipuðum tíma og Guðmundur og urðu síðar
brautryðjendur svonefndrar skynheildarstefnu í sálfræði, Gestalt-
sálfræði.49
Síðasta veturinn sem Guðmundur naut Hannesarstyrksins
dvaldi hann í Reykjavík og samdi jöfnum höndum Hannesar
Árnasonar fyrirlestra sína og doktorsritgerðina. Fyrirlestrarnir, 20
að tölu, voru svo vel sóttir að færri komust að en vildu og var því
brugðið á það ráð að flytja þá tvisvar, einu sinni ókeypis en öðru
sinni gegn gjaldi. Doktorsritgerðina nefndi hann Den sympatiske
forstaaelse, samúðarskilningurinn. Efni hennar rakti hann í stór-
um dráttum í síðari hluta erindanna en í fyrri hlutanum ræddi
hann um ýmis heimspekileg efni, um eðli vísinda, sannleikshug-
takið auk þess sem hann reifaði hugmyndir Williams James um
löghyggju og frjálsan vilja og hugmyndir Henris Bergson um
tengsl hugar og heila. Bókin er skrifuð af miklum þrótti og anda-
gift og augljóst að höfundur hefur verið heillaður af viðfangsefn-
inu. Bókin nýtur þess að Guðmundur tilgreinir fjölda dæma úr ís-
lenskum veruleika til að varpa Ijósi á viðfangsefnin. Geta dýr
ályktað og hugsað eins og menn? Um þetta hafði margt verið
skrifað í ritum um sálfræði og líffræði þegar Guðmundur flutti
fyrirlestra sína og nærtækt hefði kannski verið að grípa dæmi úr
samanburðarsálfræði Darwins, Romanes eða annarra. En Guð-
mundur hafði þessa sögu að segja:
48 Bréf dags. 17. júní 1908. Handritadeildin, Det Kongelige Bibliotek Kaup-
mannahöfn, NKS 3815, 4°.
49 Ash 1995.