Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Page 4

Hugur og hönd - 01.06.2002, Page 4
Víravirki Víravirki er gömul smíðatækni á silfur, sem lengi hefur þekkzt hér á landi, og hafa sumir jafnvel haldið, að þetta sé forn og séríslenzk hefð. Svo er þó ekki, víravirkið er alþekkt víða og langtum eldra en Islandsbyggð. Það er talið kom- ið hingað frá býsanzka ríkinu og Márum snemma á miðöldum, og enn var það snemma á 20. öld eins konar alþýðu- handiðn í Balkanlöndum og Italíu, Portúgal, Þýzkalandi og Noregi. Á Is- landi blómstraði það langt fram eftir 20. öld, einkum í hvers konar skartgripum og var jafnvel fyrr haft í margs konar gripi aðra. Víravirki er venjulegast kallað filigran á nálægum málum, filigree á ensku, og er það heiti komið úr latínu, filum, sem merkir þráður, og granum, sem merkir korn. Enda var gamla víravirkið oft kall- að kornsett víravirki. Þá voru smá-silfur- kúlur kveiktar á víravirkið til frekara skrauts, þótt ókornsett víravirki þekkist einnig. Gamla víravirkið var tvinnað saman úr fínum silfurvír, og af því kemur íslenzka nafnið. Það var oft beygt í hringi sem kveiktir voru á flötinn, og kornsett,. „það gamla kornsetta víravirki" eða „snúru- Þór Magnússon. lagða víravirkið”, eins og Sigurður Vig- fússon skrifar sums staðar í Skýrslu um Forngripasafn Islands, þar sem hann lýsir silfurgripum, enda telur hann það greini- lega mun eldra en þá gerð víravirkis, sem þá var algengast og við þekkjum bezt. Hinir elztu varðveittu íslenzku víra- virkisgripir eru einnig úr snúrulögðu víravirki, enda virðist það hafa verið mest smíðað hér og reyndar fram á 19. öld. Það var kveikt á hnappa, beltis- stokka og sylgjur, einnig á kaleiksfætur og bakstursöskjur. Hið yngra víravirki er hins vegar tíðast úr dregnum og skrúfúðum vír. Var vírinn þá sleginn til grannur og dreginn síðan í dragsmiðju gegnum gat á löð, sífellt mjórra og mjórra þar til hann hafði náð þeim fínleika sem sem óskað var. Síðan var vírinn dreginn milli tveggja kinna úr tré, þannig að hann varð flatur, og að lokum dreginn gegnum skrúfvals, sem gerði þverrendur á brúnirnar, kallaðar skrúfur. Þessi skrúfaði vír var þá tilbúinn í víravirkið og var síðan klipptur í viðeig- andi lengjur og undinn með töng, settur síðan innan í höfuðbeygjurnar og kveikt- ur þar fastur. Lengi vel var kveikt með lóðpípu, sem svo var oftast kölluð, við loga á sérstök- um lampa og blásið að með lóðpípunni, þannig að logann lagði á gripinn sem kveikja skyldi, en honum var haldið á tréplötu, síðar oft asbestplötu, að lamp- anum. Svonefnt slaglóð var haft við kveikinguna, en það var silfurblandaður málmur með lægra bræðslumarki en silfrið sjálft. Slaglóðið var sorfið niður og stráð síðan yfir víravirkið, og er loginn lék um hlutinn bráðnaði slaglóðið og rann að víravirkinu, eða þar sem kveikja skyldi, og storknaði síðan, „kveiktist fast”. En auðvitað varð að viðhafa gætni svo að silfrið í smíðisgripnum bráðnaði ekki líka. Víravirki sést fyrst nefnt hérlendis um 1400, en þá er Utskálakirkja sögð eiga al- gylltan kaleik „með víravirkjum”. Er lík- legt að þar sé um að ræða kaleik líkan þeim miðaldakaleik, sem enn er í Odda- kirkju, en á honum eru stétt og leggur al- sett þéttu, kornsettu hringavíravirki, og víravirki er á hnúðnum einnig. Vel getur hann verið íslenzkur, en lagið er gotneskt og kaleikurinn væntanlega frá 14. öld. Árið 1483 er talað í heimild um silfur „smelt [þ.e. emalerað] [og] með víravirki”, Sprotabelti með mjögþéttu víravirki, smíðað af Guðmundi Stefánssyni í Kvíum í Þverárhlíð, d. 1879. Þjms. 3798. Ljósm. Ivar Brynjólfsson. 4 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.