Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Side 12

Hugur og hönd - 01.06.2002, Side 12
Torfi Jónsson listritari og myndlistamaður Frjáls útfœrsla á gotneskri skrifi. Skrijrtð með breiðum koparpenna (1987). Fransk- gotneskt letur (1986). Torfi Jónsson er einn þekktasti listaskrif- ari og bókahönnuður hér á landi. Einnig er hann þekktur myndlistarmaður, sér- staklega sem vatnslitamálari. Fjörutíu ára ferill hans á þessum lista- sviðum er mjög eftirtektarverður og ein- stakur. Hér verður náms- og starfsferli hans því að nokkru getið. Torfi gekk í Austurbæjarskólann, þar komu í ljós áberandi hæfileikar hans til myndsköpunar og í meðferð lita. Hann hóf nám við Verslunarskóla Islands og lauk þaðan prófi vorið 1954. Hjá föður sínum vann hann í tvö ár við verslunar- störf. Um haustið 1956 innritaðist Torfi í Hochschule fiir Bildende Ktinste í Hamborg og lauk þar námi í bókahönn- un, listritun (kalligrafi) og grafískri hönnun vorið 1962. Þá um haustið gerðist Torfi kennari við Myndlista- og handíðaskóla Islands og kenndi þar næstu 13 árin. Jafnframt því starfi rak hann eigin hönnunarstofu frá 1962-1977. Torfi kenndi einnig við Iðnskólann í Reykjavík árin 1965-1968. Hann var bókahönnuður við NKS Forlaget í Osló árin 1977- 1980. Torfi starfaði við hönnun hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga árið 1981. Hann byrjaði svo aftur að kenna við Myndlista- og handíðaskólann haustið 1981 og var settur skólastjóri þar ári síðar. Var skólastjóri MHÍ í fjögur ár. Að þeim tíma loknum fór hann aftur að kenna við Iðnskólann í Reykjavík og hefur starfað þar síðan. Af þessari upptalningu má sjá að starfsferill Torfa er orðinn langur og fjöl- breyttur og er þó aðeins hluti hans nefndur hér. Torfi hefur víða haldið námskeið í sér- greinum sínum, má þar nefna nám- skeiðahald í Prenttæknistofnun í þrjú ár, námskeið í kalligrafíu fyrir myndlistar- 12 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.