Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2002, Qupperneq 14

Hugur og hönd - 01.06.2002, Qupperneq 14
Margrét Jakobsdóttir Líndal handmenntarkennari og tóvinnusérfræðingur Margrét Jakobsdóttir Líndal hefur um árabil lagt til efni í tímaritið Hugur og hönd. Hún er einn helsti sérfræðingur okkar varðandi tóvinnu og er einnig vel þekkt sem frábær handmenntarkennari. Ritnefnd Hugar og handar vildi gjarnan vita meira um Margréti sjálfa, starfsævi hennar og skoðanir. Tíðindamaður blaðsins hafði samband við Margréti og tók hún ljúfmannlega beiðni hans um viðtal. Margrét Jakobsdóttir Líndal fæddist 1920 á Lækjamóti í Víðidal, Vestur- Húnavatnssýslu, og var þar uppalin. For- eldrar hennar voru hjónin Jakob H. Lín- dal, bóndi og jarðfræðingur þar, og Jón- ína S. Líndal, kennari og húsfreyja. Jón- ína hafði íslenskt kennarapróf og hús- mæðrakennarapróf frá húsmæðrakenn- araskólanum í Stabekk, Noregi. Hún starfaði mikið við félagsmál. Heimilið var rómað fyrir myndarskap og þótti Margrét Jónsdóttir Lindal. framúrskarandi á margan hátt. Marg- mennt var á Lækjamód og störfin marg- vísleg eins og gerðist á stórum sveita- heimilum í þá daga. Mikill sauðfjárbú- skapur var þar og ullin var verðmæt af- urð. A uppvaxtarárum Margrétar var mikill heimilisiðnaður á Lækjamóti, hún var barnung þegar hún fór að taka þátt í öll- um störfum við vinnslu ullarinnar. Eftir rúning var öll ullin þvegin heima, þurrkuð og ull til tóvinnu valin úr. Síðan var tekið ofan af ullinni ( aðskilið tog og þel) og hún send til ullarverksmiðjunnar Gefjunar á Akureyri til kembingar og vinnslu í lopa. Hægt var að fá lopann í ýmsum litbrigðum. Á Lækjamóti átti heimilið nokkra rokka, var mikið spunnið á þá. Margrét minnist konu sem vann aðallega við eld- hússtörf á Lækjamód. Hún hafði rokk- inn sinn í einu eldhúshorninu og spann á hann hverja stund sem gafst. Eftir að kvenfélagið eignaðist litla spunavél var almennt spunnið á hana og féll þá notkun rokkanna niður að mestu. Þríhyrnur og langsjöl, prjónuS úr handspunnu handi. Valin var þelmikil, óþófin íslensk ull, tekið ofan afhenni, hún hœrð, kembd og sam- kembd, til að fölga litbrígðum. Ur kembunum var svo spunnið sérstaklega fint band. Það síðan tvinnað ogprjónað úr því á prjóna nr. 3 'h. Þríhyrna: Langhlið 140 cm. Skammhlið 100 cm. Þyngd: 60 gr. Þríhyrna: Langhlið 140 cm. Skamm- hliðlOO cm. Þyngd 60 gr. Jurtalitað þel- band er í bekkjum. Þríhyrna: Langhlið 200 cm með kögri (175 cm). Skammhlið 146 cm. Með kögri (130). Þyngd 110 gr. 14 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.