Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 25

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 25
Munir á Landssýningunni 1930, tveir spœnir, ponta, servíettubringur ogtveir snAdusnúðar. Myndir 2 og 3 eru í eigu HeimilisiðnaSarsafnsins á Blönduósi. Ljósmyndari ókunnur. víkur, bar svipmót nútíma iðnsýninga að því leyti að hún var sýning iðnrekenda sem hver um sig hafði gefið sig að ákveð- inni staðlaðri framleiðslu. Þegar skriður komst á slíkan innlendan iðnað féllu munir sem framleiddir voru til sölu á heimilum, þegar lausar stundir gáfust frá meginatvinnu, smám saman undir skil- greininguna heimilisiðnaður og voru sýndir á sérstökum heimilisiðnaðarsýn- ingum. Benda má á að hugtakið heimil- isiðnaður er ekki ýkja gamalt í málinu. Samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Há- skóla íslands er elsta skráða dæmið frá seinni hluta 19. aldar. Einn af ötulustu talsmönnum iðn- og heimilisiðnaðarsýninga á Islandi á 20. öldinni var Halldóra Bjarnadóttir, kenn- ari og heimilisiðnaðarráðunautur. Hall- dóra var fædd árið 1873 að Ási í Vatns- dal. Hún lést árið 1981, 108 ára gömul, þá elst allra Islendinga. Halldóra giftist aldrei og eignaðist ekki afkomendur. Hún virðist allt sitt líf hafa verið gagn- tekin af þeirri hugmynd að hún væri kölluð til að vinna að framförum á Is- landi. Helstu viðburðir á langri og at- orkusamri starfsævi Halldóru eru kunnir flestum þeim sem áhugasamir eru um sögu kennslu og menntunar, sögu kvenna og sögu handverks. Hennar er nú einkum minnst sem helsta málsvara gamla íslenska heimilisiðnaðarins, ís- lenskrar ullar og tóskapar. Nægir þar að minna á Halldórustofu í Heimilisiðnað- arsafninu á Blönduósi, hlut Halldóru í söfnun muna úr íslenskri ull og skrif hennar um heimilisiðnað. Halldóra Bjarnadóttir hafði þegar sem ung kona mótað með sér ákveðnar hug- myndir um gildi sýninga til að kynna ís- lenska framleiðslu, hún var snemma búin að glöggva sig á vægi og hlutverki sýninga til að kynna og efla framfarir í iðnaði og tækni. Þetta kemur fram í bréfum sem hún skrifaði heim meðan hún dvaldi við nám í Noregi á árunum 1896-1899. í bréfi sem hún skrifaði móður sinni og Jóninnu Þ. Jónsdóttur í Höfnum á Skagaströnd í nóvember 1896 gerir hún meðal annars að umtals- efni fálæti íslendinga gagnvart iðnsýn- ingu sem fyrirhuguð var í Stokkhólmi sumarið 1897 og segir það hörmulegt að meðan Islendingar hafi enga almennilega sýningu heima að ekki skuli vera reynt að vera ofurlítið með á sýningum á Norðurlöndum: „því er ver að blessaðir landarnir eru daufir í dálkinn enn með allt þess háttar“, segir hún. Halldóra var þá efnalaus námskona en lifði lengi í voninni um að eignast nægilegt fé til að komast á Stokkhólmssýninguna en sú von brást. Ekkert bendir til að hún hafi séð þá sýningu eða sýningu í Bergen árið 1898 sem hún hafði einnig áhuga á. Eftir að Halldóra settist að á Islandi árið 1908 var hún óþreytandi við að hvetja til sýninga á heimilisiðnaði og handavinnu. Af stærri sýningum sem hún átti þátt í að koma á laggirnar má nefna iðnsýninguna á Akureyri árið 1918, heimilisiðnaðarsýninguna í Reykjavík á ári konungskomunnar 1921 og landssýningu á heimilisiðnaði hátíð- arárið 1930. En hér á eftir verður lítillega gerð grein fyrir hlutdeild Halldóru í landssýningunni. Landssýningin á heimilisiðnaði árið 1930 Aðdragandi heimilisiðnaðarsýningar- innar árið 1930 var sá að á fyrri hluta ársins 1925 fóru menn að huga að fram- kvæmdum vegna hátíðarhalda á þúsund ára afmæli Alþingis. Sérstök hátíðar- nefnd var sett á laggirnar og var fyrsti fundur hennar haldinn í nóvember 1926. Eitt af því sem taka þurfti ákvörð- un um var hvort halda skyldi Alþingishá- tíðina á Þingvöllum eða í Reykjavík. Eins og kunnugt er var aðalhátíðin hald- in á Þingvöllum en til álita kom að stofna til sýninga í Reykjavík. Segir í bók Magnúsar Jónssonar prófessors um Al- þingishátíðina 1930 að vonir hafi staðið til þess að haldin yrði allsherjarsýning eða sýningar í sem flestum greinum í tengslum við hátíðina. Jafnframt að um mitt árið 1928 hafði verið skipuð sérstök sýningarnefnd með fulltrúum frá Bún- aðarfélagi Islands, Fiskifélagi Islands, Heimilisiðnaðarfélaginu og Listvinafé- laginu. Segir þar að Halldóra Bjarnadótt- ir hafi verið skipuð fyrir hönd Heimilis- iðnaðarfélags Islands. Ekki kemur fram að öðru leyti hvernig haga átti samstarfi þeirra félaga sem áttu aðild að nefndinni. Treglega mun hafa gengið að ná sam- komulagi um málið og raunin varð sú að hugmyndin um allsherjarsýningu í Reykjavík í tengslum við hátíðina varð ekki að veruleika. Tvær listsýningar voru haldnar í bænum og Heimilisiðnaðarfé- lag Islands stóð myndarlega að landssýn- ingu á heimilisiðnaði - þeirri sem hér er til umræðu. Þrátt fyrir óvissu sem lengi vel virðist hafa ríkt um sýningarhaldið og þó að sýningarnefnd hafi ekki verið formlega skipuð fyrr en liðið var á árið 1928 er ekki að merkja að Halldóra hafi nokkurn tíma efast um að af sýningu yrði. Hún birti frá árinu 1925 greinar í Hlín um fyrirhugaða landssýningu á heimilisiðn- aði hátíðarárið 1930 og lét eins og slík sýning væri sjálfsagt mál. I skrifum hennar kemur fram um sjónarmið og undirbúning sem lá að baki sýningunni og jafnframt álit hennar á því hvers kon- ar muni væri við hæfi að sýna þar. I Hlín árið 1925 segist hún álíta að landsmenn og útlendingar myndu fjöl- menna á Þingvöll sumarið 1930 og margir þá jafnframt heimsækja Reykja- vík í leiðinni. Segist hún gera „ráð fyrir“ að þá verði höfð landssýning á íslenskum heimilisiðnaði og að slíkar sýningar ættu upp frá því að verða á 10 ára fresti. Hún hvetur síðan fólk um landið að hefja undirbúning, meðal annars með því að HUGUROGHÖND 25

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.