Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Síða 27

Hugur og hönd - 01.06.2002, Síða 27
Annars vegar taldi hún almenningi vítt og breitt um landið trú um að af sýning- unni yrði og hins vegar naut hún trausts Alþingis og vann ötullega að því að sann- færa þingmenn um að undirbúningur veglegrar sýningar væri í fullum gangi. Greinar hennar um landssýninguna í Hlín frá árinu 1925 voru þannig hreinn áróður og var ætlað að telja kjark í fólk, móta jákvæð viðhorf til landssýningar og jafnframt vissan þrýsting á stjórnvöld. Þetta varð jafnframt til þess að undir- búningur að sýningunni virðist hafa far- ið af stað strax á árinu 1925 og fyrir bragðið varð þátttaka góð og gripir sem bárust á sýninguna vandaðir. Landssýningin á heimilisiðnaði 1930 var opnuð í Menntaskólanum í Reykja- vík 20. júní — tíu dögum áður en hin eig- inlegu hátíðarhöld vegna þúsund ára af- mælis Alþingis hófust. Sýningin hafði til umráða tíu stofur í skólahúsinu og var munum raðað saman eftir sýsfum. Sýn- ingarmunir voru um 2500, um það bil tólf munir úr hverjum hreppi á landinu og 250 munir frá Reykjavík. Það var við opnun sýningarinnar að Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamaður, sem síðar rit- aði ævisögu Halldóru, sá hana á sal skól- ans og lýsir henni meðal annars þannig: „... há og tíguleg, klædd íslenzkum skautbúningi, fögur í sinni reisn. ... Mér fannst þá, að ef nokkur kona gæti í lif- anda lífi verið tákn hugmyndarinnar um Fjallkonuna, þá væri það Halldóra Bjarnadóttir.“ Halldóra var þá komin hátt á sextugsaldur. Þó að sýningarskráin sjálf sé látlaus ber hún þess vitni að sýningin hefur verið glæsileg. Nokkrir munir frá gamalli tíð voru þar en að öðru leyti var þar afar fjöl- breytt safn muna sem ætla má að gerðir hafí verið af því sérstaka tilefni. Konur voru í meirihluta þátttakenda, þar á með- al Ragnhildur Pétursdóttir frá Engey, síð- ar kennd við Háteig, Kristjana Péturs- dóttir frá Gautlöndum og litunarkonan Matthildur Halldórsdóttir í Garði í Aðal- dal - konur sem urðu síðar landsþekktar fyrir verk sín. Meirihluti gripa var textíl- ar. Talsvert var af hannyrðum en einnig tóskaparmunir unnir með gamla tví- skipta laginu, þ.e. unnið úr togi og þeli sitt í hvoru lagi. Meðal karlmanna voru nokkrir af bestu íslensku gullsmiðum fyrr og síðar, Baldvin Björnsson, Jón Sig- mundsson og Guðmundur Andrésson, og sýndu sumir karlmenn marga gripi. Mikill breytileiki var í þeim munum sem karlmenn sýndu en þar á meðal voru smíðisgripir úr málmum, til að mynda silfri, kopar, járni og stáli, einnig hlutir úr tré, horni, beini og skinnum, tóskapur, vefnaður og hrosshársvinna. Vatns- túrbína var sýnd og módel af gufuvél. I Hlín árið 1930 ber Halldóra sýning- una saman við heimilisiðnaðarsýninguna árið 1921: Það var aðallega tvent, sem maður veitti sjerstaklega athygli við saman- burð á þessari sýningu og þeirri, sem haldin var 1921 að vinnubrögðin voru mikið fjölbreyttari, gerðir, lag og litir smekklegri, tóvara hreinni og að mestu ólyktarlaus, og svo hitt, að karlmanna- vinna var miklu meiri og af fleiri teg- undum. Því miður bannaði húsrúmið að hægt væri að sýna stærri smíðisgripi: Húsgögn, vagna, vefstóla, mjólkurá- höld ýms og ótal verkfæri og amboð, sem frá alda öðli hafa verið gerð á ís- lenskum sveitaheimilum og eru fram- leidd þar enn þann dag í dag. I umsögnum kemur fram að mikil framför þótti hafa orðið frá sýningunni 1921 og mikils virði að fá tækifæri til að kynna fyrir erlendum gestum hvað hér var unnið á heimilunum. I Morgunblað- inu mátti lesa að á sýningunni sé full- komið alhliða úrval af heimilisiðnaði úr öllum sýslum landsins og að sýningin sé rétt mynd af því besta sem þjóðin hefur fram að færa á því sviði. Lokaorð Þegar Halldóra Bjarnadóttir settist að á Islandi árið 1908, eftir nám og starf í Noregi, hafði hún mótaðar skoðanir á gildi og hlutverki sýninga til að kynna framfarir í iðnaði og atvinnumálum. Hún skipaði sér meðal brautryðjenda þessarar aðferðar við kynningu iðnaðarfram- leiðslu. Sýningunum var ætlað að skora á og hvetja landsmenn til að auka og bæta framleiðslu sína og jafnframt að kynna er- lendum gestum hvernig ástandið var á hverjum tíma í íslenskum iðnaðarmálum. Sýningar sem slíkar voru þá og eru enn kröftugur, sjónrænn miðill. Þær heimilis- iðnaðarsýningar sem telja má til stærri slíkra sýninga hérlendis á fyrri hluta 20. aldarinnar sýndu stöðu heimilisiðnaðar á frumstigi til aðgreiningar frá eiginlegum iðnaði, kynntu ástand og sýndu áherslur í tækni, efnisnotkun og jafnframt yfirbragð hluta. Heimilisiðnaðarsýningin árið 1930 var án efa þeirra glæsilegust. Á þessari sýn- ingu hefur sennilega í fyrsta og eina skipt- ið komið saman á einum stað fjölbreytt safn sýnishorna af því besta sem ein- kenndi handverk á Islandi á seinni hluta 19. aldar og fyrstu tugum 20. aldar. Skrár sem varðveist hafa yfir muni á slíkum sýningum eru meðal mikilvæg- ustu heimilda um íslenskt handverk á þeim tíma. Aslaug Sverrisdóttir Helstu heimildir: Óprentaðar heimildir: Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Bréfa- og gagnasafn Halldóru Bjarnadóttur: HB: b I-III. Bréf Halldóru Bjarnadóttur til Bjargar Jónsdóttur og Jóninnu Þ. Jónsdóttur, 1896-1898. Landsbókasafn Islands- Háskólabókasafn, handritadeild: Lbs. Án númers. Gögn H.f. — Heimilisiðnaðar- félags íslands. Gjörðabók 1913-1962. Lbs. Án númers. Gögn H.I. - Heimilisiðnaðar- félags Islands. Munaskrá Heimilisiðnaðarsýn- ingar 1921. Munaskrá Landssýningar 1930. Skjalasafn Alþingis: 1929. Db. Nd. nr. 312/29. Prentaðar heimildir: Arndís Sigríður Árnadóttir, A Critical Survey of the Resources for the Study of Scandinavian Furniture and Interiors c. 1930-1945, with Special Reference to Iceland. M.A.- ritgerð við De Montfort University, Leicester, UK., 1996, óbirt. Áslaug Sverrisdóttir, Þjóðlyndi, framfarahugur og handverk. Barátta Halldóru Bjarnadóttur fyrir endurreisn íslensks heimilisiðnaðar 1886-1966. M.A-ritgerð í sagnfræði við H.Í., 2001, óbirt. Elín S. Sigurðardóttir, „Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi”, Kvenfélagasamband Islands 70 ára, 1930-2000, [Reykjavík 2000]. Gísli Jónsson, Saga Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, Akureyri 1967. Glambek, Ingeborg, Kunsten, nytten og mora- len. Kunstindustri og husflid i Norge 1800- 1900, Oslo 1988. Halldóra Bjarnadóttir, „Ávarp til landsmanna”, Hlín 11 (1927). „Heimilisiðnaðarsýningin 1930 og undirbún- ingur hennar”, Hlín 10 (1926). „Landssýning á heimilisiðnaði 1930”, Hlín 9 (1925). „Landssýningin 1930”, Hlín 14 (1930). Hess, Carsten, „Dansk Husflidsselskab. Mál og midler”, Arv og Eje, árbog for Dansk Kulturhistorisk Museumsforening 1980: Den ideologiske husflid. Husfliden i Andelstiden, [án útgáfústaðar] 1983. Iðnsýningin í Reykjavík [skrá yfir muni, Reykjavík 1924]. Júlíana Gottskálksdóttir, „Að efla þekkingu og áhuga Islendinga á fögrum listum”, Árbók Listasafns íslands 2 (1989). „Landssýning”, Morgunblaðið, 21. júní, 1930. Magnús Jónsson, Alþingishátíðin 1930, Reykja- vík 1943. Nordby, Ragnar, Romantikk og realitet, Den Norske Husflidsforening 75 ár, Oslo 1966. Ólafur Þ. Kristjánsson, Kennaratal á íslandi, 1. b., Reykjavík 1958. Skrá yfir muni á iðnaðarsýningunni í Reykjavík er opnuð var 2. ágúst 1883, Reykjavík 1883. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, Halldóra Bjarna- dóttir, ævisaga, Reykjavík 1960. HUGUROGHÖND 27

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.