Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Page 28

Hugur og hönd - 01.06.2002, Page 28
Þráðurinn langi Þórunn Þorvarðardóttir. Á liðnu sumri var haldin sýning á út- saumsverkum í Stöðlakoti, Listiðnaðar- galleríi við Bókhlöðustíg (2001). Þar voru sýnd bæði gömul og ný útsaums- verk. Verk sem geyma þráð minninga og sögubrota fortíðar og nútíðar og kalla fram tilfmningar og áleitnar spurningar um gildi útsaums fyrir einstaklinginn, þjóðfélagið, menninguna og söguna í heild. I aðalrými sýndi undirrituð fjórtán út- saumsverk unnin á síðustu fimm árum, en á efri hæð Stöðlakots voru sýnd nokk- ur útsaumsverk unnin af móður minni Þórunni Þorvarðardóttur, sem er fædd 1910 á Þiljuvöllum í Berufirði. Þessi verk vann hún án tilsagnar á árunum 1920-1930 en skólaganga hennar á þeim tíma var aðeins farskóli. Allt frá fermingaraldri pantaði hún útsaumsefni frá Kaupmannahöfn í gegnum Nordisk Monster-Tidende og evrópska pöntun- arlista sem þá voru mjög vinsælir. Og eins og hún segir sjálf „þá var hver stund nýtt, skotist inn í bæ og gripið í útsaum- inn milli þess sem rekið var úr túninu eða snúið í flekk“. Kveikjan að sýningunni var fyrirlestur sem ég hélt um útsaum á 20.öld á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Is- lands í íyrirlestraröðinni „Islenskar hannyrðir, hefðir og saga“. Því fylgdi mikið grúsk og lestur ótal heimilda og fannst mér afar fróðlegt þegar kom í ljós, að hannyrðir austfirskrar heimasætu stóðust samanburð við það sem hæst bar í Kaupmannahöfn, London eða París frá svipuðum tíma. Um það vitna varðveitt verk hennar og munnlegar heimildir. Saga útsaums er á svo margan hátt samofin sögunni. Þannig er saga aust- firsku heimasætunnar, sem pantaði sér perlufestar og aðra munaðarvöru frá Par- ís og „hvítan saum“ frá heimsborgum Evrópu, sem lýsir miklum kjarki og á- ræði. Frjáls viðskipti og fjármagn Allt frá miðri nítjándu öld og fram á þá tuttugustu ríkti góðæri og mikil hag- sæld um hinn vestræna heim sem m.a. 28 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.