Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2002, Qupperneq 32

Hugur og hönd - 01.06.2002, Qupperneq 32
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti - þar sem verknám er jafnmikilvægt og bóknám Upphafleg skissa og módel; verkefhi nema á snyrtibrautfyrir nokkrum árum. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti tók til starfa 4. október 1975 og var fyrsti skóli sinnar tegundar á landinu. Það var þá nýjung í skólakerfinu að bjóða upp á verklegt nám og bóknám í einum og sama skólanum og verknámið þar með talið jafnmikilvægt og bóknám. Þrír skólar Skólinn átti að þjóna um eitt þúsund nemendum, en oft hafa nemendur í dag- skóla verið um og yfir 1300 og flestir hafa þeir verið um 1450. Kvöldskóli FB tók til starfa árið 1981 og hefur notið mikilla vinsælda, yfirleitt stunda 8-900 nemendur nám í kvöldskóla í flestum þeim greinum sem í boði eru í dagskóla. Skólinn var líka fyrstur skóla til að bjóða upp á sumarnám (í júnímánuði) og voru 98 nemendur fyrsta árið, 1990, en sl. sumar voru 482 nemendur við nám í Sumarskólanum. Námsframboð er ekki eins fjölbreytt og í dag- og kvöld- skóla, en margir nemendur nota Sumar- skólann til að flýta fyrir sér í námi eða vinna upp tafir í námi. Nemandi á myndlistabraut sýnir hvað í honum býr. Mikilhæfur skólamaður Guðmundur Sveinsson var fyrsti skóla- meistari FB, guðfræðingur að mennt, og hafði áður starfað sem skólastjóri Sam- vinnuskólans á árunum 1955-1974. Flonum var ásamt fleirum falið af menntamálaráðuneytinu að kynna sér á- fangakerfi í skólum á Norðurlöndum, í Bretlandi og Bandaríkjunum. Öllum sem þekktu Guðmund ber saman um að hann hafi verið mikill skólamaður, eld- hugi og fylginn sér í baráttunni við „kerfið”. Guðmundur lést árið 1997. Eiginkona hans, Guðlaug Einarsdóttir, var skrifstofustjóri skólans fram til ársins 1987 er Guðmundur lét af störfum við skólann. Kristín Arnalds íslenskufræðingur var aðstoðarskólameistari í tíð Guðmundar og tók hún við skólameistarastöðunni formlega árið 1991 og hefur sinnt henni síðan. Skólinn hefur frá öndverðu búið við mjög þröngan húsakost miðað við nem- enda- og kennarafjölda. Á síðustu árum hefur ætíð þurft að vísa frá nemendum í hundraðatali vegna mikillar aðsóknar að skólanum. FB hefur riðiö á vaðið með ýmis nýmæli Kristín Arnalds sagði í grein í 25 ára af- mælisriti skólans: „Við í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti lítum björtum augum til framtíðar þótt við í dag búum við slæman aðbúnað, þröng húsakynni og knappan fjárhag. Vonandi dregst ekki mikið lengur að ljúka byggingu skólans sem ákveðin var í upphafi....” Sögukennarar skólans sögðu í sama riti: „Hann (skólinn) laðar til sín nem- endur hvaðanæva að af landinu og hefur í tímans rás búið þúsundir nemenda undir þátttöku í atvinnulífinu og fram- haldsnám. Skólinn hefur riðið á vaðið með ýmis nýmæli, en þar ber hæst sam- þættingu bóknáms, verknáms og list- náms...” 32 HUGUR0GHÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.