Gríma - 01.09.1946, Page 26
6 SILFURSALINN OG URÐARBÚINN [Grima
mann standa á á'snum, sem gengur þar um gólf fram
og aftur og ber sér á milli. Silfursalinn kallar þá til
mannsins, sem virðist verða hverft við, og hittast þeir
síðan. Maður þessi kveðst vera vinnumaður frá Haugs-
stöðum í Vopnafirði, hefði verið sendur að Grundar-
hóli á Fjöllum og lagt þaðan af stað til baka daginn
áður, en verið að villast í kafaldsbylnum kvöldið áður
og um nóttina. Nú kveður vinnumaður þá báða eiga
samleið til Haugsstaða, en þeir hafi villzt langt afvega
og eigi því fyrir höndum óralanga leið yfir öræfin. —
Segir ekki af ferð þeirra frekar. En næsta dag, þegar
bóndinn á Haugsstöðum í Vopnafirði rak fé -sitt á
haga, sá hann vinnumann sinn koma hægfara með
þunga byrði á skíðunum, sem hann dró. Var það silfur-
salinn, sem bundinn var ofan á skíðin, og hafði hann
gefizt upp á öræfunum.
Á Haugsstöðum í Vopnafirði dvaldist silfursal-
inn sér til hressingar fram að jólum. Þegar hann hafði
náð sér að fullu eftir hrakningana á Dimmafjallgarði,
lagði hann af stað frá Haugsstöðum áleiðis til prests-
setursins Hofs í Vopnafirði, þar sem séra Guttormur
Þorsteinsson trónaði með miklum myndugleik, stórbúi
og fjölmennu heimili. Þetta var aðfangadag jóla. —
Þegar silfursalinn var kominn á hálsbrúnina fyrir ofan
Hof, blasti við sjónum hans Vopnafjarðarsveit. Veður
var blítt, áliðið dags. Varð hann hrifinn af þessu vina-
lega héraði. Framan úr Hofsárdalnum kom gangandi
fólk í hópum, niður hlíðina á móti þutu menn á skíð-
um með miklum hraða, en út á héráðinu sáust hópar
ríðandi manna koma úr ýmsum áttum, reynandi fáka
sína á eggsléttu láglendinu og hinum skeiðfrægu Hofs-
árbökkum. Allir stefndu heim að Hofi. — Allt í einu
rýfur klukkuhljómur kyrrðina, dingl-dangl, dingl-