Gríma - 01.09.1946, Side 42
2.
Á Fjarðarheiði.
Það bar til seint á góu árið 1902, að margir Upp-
Héraðsmenn fóru sem oftar til Seyðisfjarðar til
þess að sækja vörur. Hafði þá sú frétt borizt um
Héraðið, að nýkomið væri skip til Seyðisfjarðar,
hlaðið nauðsynjavörum, en á mörgum bæjum á Héraði
var orðinn skortur á ýmsum nauðsynjum. f för þessari
voru bæði menn úr Fellum, Fljótsdal, Skriðdal, Völl-
um og Inn-Eiðaþinghá. Skriðdælingar og Fljótsdæling-
ar höfðu gist á Út-Völlum nóttina áður en þeir lögðu
til heiðarinnar. Allir höfðu hesta meðferðis, og var
færð ágæt á heiðinni, hjarn að mestu, og gekk því ferð-
in til Seyðisfjarðar bæði fljótt og vel. Árla hafði verið
lagt af stað um morguninn, og komu Héraðsmenn svo
snemma á Seyðisfjörð, að þeir gátu lokið úttekt sama
daginn, enda vildu þeir hraða ferð sinni sem mest
þeir máttu. Bundu þeir bagga sína og höfðu allt til-
búið undir heimferðina um kveldið, því að þeir ætl-
uðu að leggja af stað snemma morguninn eftir yfir
Fjarðarheiði til Héraðs. Hey höfðu þeir flutt með sér
handa hestum sínum, en ekki meira en það, að aðeins
var gert ráð fyrir einnar nætur dvöl á Seyðisfirði. Um
morguninn eftir, þegar lestamennirnir komu á fætur,
var dimmt af snjókomu, hlóð niður í logni, en veður