Gríma - 01.09.1946, Side 45
Gríma] Á FJARÐARHEIÐI 21
átti eg þess von, að Þórarinn Ketilsson vildi ekki halda
áfram.“ Svaraði Þórarinn þá, að hann myndi fylgja
félögum sínum, ef þeir vildu lialda áfram. Þórarinn
hafði verið í fararbroddi, frá því er farið hafði verið
frá Seyðisfirði. Var hann manna ratvísastur, hafði með
sér kompás, sem hann hafði ævinlega með sér á ferða-
lögum, og þar að auki hafði hann duglega hesta. Þegar
ráðið var, að ferðinni skyldi haldið áfram, tók Þórar-
inn enn forustuna, en brátt gerðist ófærðin svo mikil,
að erfitt var að komast áfram. Urðu margir lestamenn
brátt mjög þreyttir, og ekki sízt þeir sumir, er mest
höfðu hvatt til þess, að ferðinni yrði haldið áfram. Þór-
arinn, Pétur og Þórður fóru jafnan á undan. Teymdi
Þórarinn reiðhest sinn, úlfaldagrip hinn mesta, og
hélt áttinni með kompás sínum og ratvísi, en oft fór
Pétur á undan honum og hélt áttinni eftir tilvísan
Þórarins. Var nú haldið áfram hvíldarlaust, þar til
komið var norður fyrir miðja heiði, en svo hafði ferðin
gengið seint, að þá var komið fram á nótt. Vegalengd-
in af austurbrún heiðarinnar, sem þá hafði verið farin,
hefur vart verið meiri en um sex km., en um átta
klukkustunair höfðu leiðangursmennirnir verið að
fara hana. Þess hafði verið vandlega gætt, að hvorki
týndist neitt af mönnunum né hestunum. En nú var
sýnilegt, að ekki var fært með nokkru móti að halda
áfram með hestana undir böggum. Varð það því að
ráði að taka ofan klyfjar allar, en þá reyndust margir
svo að þrotum komnir, að þeir .megnuðu ekki að •'aka
klyfjar af hestum sínum, og marga var farið að kala.
Kom það á fáa menn að taka ofan klyfjarnar, og báru
þeir þær saman í hlaða úr hverjum hreppi fyrir sig. Að
þessu loknu skyldi haldið af stað með hestana lausa,
en þá kom í ljós, að átta menn voru lagztir fyrir. Kall-