Gríma - 01.09.1946, Síða 56
32 SAGNIR UM HALLDÓR ÁRNASON [Grlma
kveða en þetta“ „Viltu heyra vísu,“ kvað Halldór,
„sem eg heyrði á leiðinni? Eg er búinn að gleyma fyrra
hlutanum, en seinni hlutinn er svona:
Ríkismenn á rásum
ráku við hjá kaupmannagásum.
Hvarf þá frúin úr dyrunum.
Þegar þeir félagar voru háttaðir, lagðist Halldór við
stokk og Eiríkur fyrir ofan hann. Fljótlega snýr Hall-
dór sér að Eiríki og virðist ætla að fara að sofa. Ei-
ríkur sneri sér að vegg, en verður þess brátt var, að
hann er farinn að blotna að aftan. Kallar hann þá:
„Halldór, Halldór, viltu ekki fara að vakna, því að
þú ert farinn að pissa undir?“ Tókst honum að vekja
Halldór, sem raunar hafði aðeins látizt sofa og gert
þetta af strákskap. „Þetta hefur aldrei komið fyrr fyr-
ir mig,“ kvað Halldór. Snarast hann á fætur, kveður
fólkið, nær í hest sinn og ríður heim.
k. Seinustu ár Halldórs.
Jón Austfjörð segist hafa þekkt Halldór vel seinustu
árin, sem hann lifði; hafi Halldór þá verið orðinn
hrurnur, en hann hafi þá sagt sér ýmsar sögur urn ævi
sína. Hafði hann alizt upp við slæma aðbúð. Segir Jón,
að hann hafi séð eftir mörgum brellum sínum og hafi
hann á síðustu árum sínum verið orðinn heitur trú-
maður, bljúgur og oft klökkur.