Gríma - 01.09.1946, Side 57
4.
Þáttur af Þorgeiri Stefánssyni.
(Þorsteinn M. Jónsson skrásetti).
a. Ýmislegt um hætti Þorgeirs.
[Eftir sögn Sigurðar Bjarnasonar frá Snæbjarnarstöðum, 4. okt. 1945]
Þorgeir Stefánsson, sem kallaður var Galdra-Geiri
og frægur er af þjóðsögum fyrir að hafa vakið upp
Þorgeirsbola, var fæddur í Skógum á Þelamörk árið
1717. Hann átti konu þá, sem Herdís hét. Bjuggu þau
hjón um skeið í Hrísey, og var Þorgeir þar formaður
á bát, sem hann átti. Hafði hann sex háseta og aflaði
miklu betur en allir aðrir, sem þarna reru. Þorg-úr
var skapvondur mjög, en þó gekk honum vel að fá
háseta vegna fiskisældar sinnar.
Ur Hrísey flutti Þorgeir í Vegeirsstaði í Fnjóskadal.
Mun það hafa verið einhvern tíma á áratugnum 1750
—1760. Vegeirsstaðir höfðu verið nokkur ár í eyði,
áður en Þorgeir flutti þangað, og var bærinn fallinn,
en Þorgeir var verkhagur í bezta lagi og veggjasmiður
ágætur. Reisti hann bæinn að nýju, og sérstaklega
vandaði hann byggingu skemmu, sem hann geymdi í
matvæli sín og annað það, sem hann átti verðmætast.
í skemmu þessari sat Þorgeir löngum, þegar hann
þurfti ekki að sinna útistörfum, og skeytti ekki um,
þótt kalt væri. Urðu menn þess varir, að Þorgeir sat
3