Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 60

Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 60
36 ÞÁTTUR AF ÞORGEIRI STEFÁNSSYNI [Gríma lega fór Þorgeir úr kirkju áður en messu var lokið og beina leið heim til sín. Þótti mönnum þetta meðal annars bera vott um, að hann væri alveg trúlaus mað- ur, og hefur sjálfsagt styrkt mjög þá trú manna, að hann væri galdramaður. Herdís, kona Þorgeirs, var trúrækin og rækti hús- lestra. En þegar hún fór að lesa þá, gekk Þorgeir jafn- an fram í skemmu sína. Eitt sinn á jóladag bað Herdís hann að lesa fyrir sig húslestur. Lítið gagn kvað Þor- geir vera myndi af húslestrinum, en þar sem hann unni konu sinni og var henni góður, þá lét hann að orðum hennar og las lesturinn. Var Þorgeir ágætur lesari og söngmaður góður, og fór því húslesturinn hið bezta fram, og var Herdís hin ánægðasta. Þegar Þorgeir reiddist, þá reiddist hann mjög illa, og keyrði þá skapofsi hans svo úr hófi, að menn hræddust hann. En jafnan er sagt, að ef kona hans hafi verið viðstödd, þegar hann tók þessi skapofsaköst, þá hafi hún getað stillt hann til friðar. Ekki voru þeir vinir, Jón meðhjálpari á Veisu og Þorgeir, en þó vildi Jón leitast við að hafa bætandi áhrif á Þorgeir. Taldi hann víst, að Þorgeir færi illa eftir dauðann, ef hann bætti ekki ráð sitt. Þorgeir dró dár að Jóni fyrir guðhræðslu hans og stríddi honurn. Sögumaður minn segir, að um engan mann hafi gamalt fólk rætt eins mikið í Fnjóskadal, þegar hann var í bernsku, og um Þorgeir, og hafi þó þá verið liðin meira en 70 ár frá dauða hans. Af Galdra-Þorgeiri eru komnir margir greindir menn og vel gefnir. Guðrún, sem var elzt barna Þor- geirs, var fluggáfuð kona. Kunni hún mikið af kvæð- um og þar á meðal flest kvæði Eggerts Ólafssonar. Hún var og vel skáldmælt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.