Gríma - 01.09.1946, Side 61
37
Grima] ÞÁTTUR AF ÞORGEIRI STEFÁNSSYNI
b. Þorgeir og kcrupmannskoncm.
[Sama heimild og áður.]
Seinna hluta vetrar nokkurs bar það við á Akureyri,
að kona kaupmannsins þar varð fyrir aðsókn. Hafði
kaupmannshjónunum verið send sending, en kaup-
maður var svo harðsvíraður, að sendingin þorði ekkert
við hann að eiga, en konu hans lá við sturlun af völd-
um hennar. Sendi kaupmaður þá eftir Galdra-Þor-
geiri. Kom Þorgeir til Akureyrar og hafði dóttur sína
Guðrúnu með sér, eins og jafnan, þegar honum þótti
mikils við þurfa. Strax og þau komu til Akureyrar, þá
settust þau á tal við kaupmannskonuna, og bráði þá
brátt af henni. Voru þau mæðginin hjá kaupmanns-
hjónunum í mánuð í sóma og yfirlæti. En þegar mán-
uðurinn var liðinn, var kaupmannskonan orðin alheil-
brigð og laus undan áhrifum sendingarinnar. Þegar
þau mæðginin héldu heim, þá leysti kaupmaðurinn
þau út með stórgjöfum. En haft var það eftir Guðrúnu
Þorgeirsdóttur, að enginn draugur hefði sótt að kaup-
mannskonunni, heldur hefði það verið hugsýki og
hugarburður, sem valdið hefði sjúkleika hennar, og
hefði faðir sinn læknað hana með því að segja henni
skemmtilegar sögur og tala við hana. En Þorgeir var
gáfaður maður og gat verið mjög skemmtilegur í við-
ræðum, þegar vel lá á honum.
c. Þorgeir yflrvinrrar draug; ..
[Sama heimild og áður.]
Eins og kunnugt er, þá máttu menn ekki verzla við
útlendinga aðra en einokunarkaupmenn á tímum
Galdra-Þorgeirs. En oft komu útlend skip á Eyjafjörð,