Gríma - 01.09.1946, Qupperneq 62

Gríma - 01.09.1946, Qupperneq 62
38 ÞÁTTUR AF ÞORGEIRI STEFÁNSSYNI [Gríma og reyndu ýmsir, en þó sérstaklega Hríseyingar, að verzla við þá á nóttum. Eitt sinn kom hollenzkt skip að Hrísey, og verzluðu eyjarskeggjar við það, en ósætti reis á milli skipstjórans og eins eyjarskeggja. Reiddist skipstjóri svo, að hann hótaði að senda Hríseyingum sendingu í hefndarskyni. Líður svo árið og fram til jafnlengdar næsta ár. Kemur þá enn hollenzkt skip á Eyjafjörð og þegar það kemur nærri Hrísey, þá setur það niður bát, og er honum róið í land og strax til baka aftur. En þetta sama kveld er sótt svo mjög að Hríseyingi þeim, er skipstjórinn hafði reiðzt við sum- arið áður, að honum lá við sturlun. Var nú það ráð tekið að senda austur í Vegeirsstaði til Þorgeirs og biðja hann að koma til Hríseyjar, til þess að bjarga manninum, sem fyrir aðsókninni varð. Varð Þorgeir við beiðninni og lagði þegar af stað og tók Guðrúnu dóttur sína með sér. Fóru þau til Grenivíkur og stigu þar í bát. Settist Þorgeir undir árar, og sögðu þeir, sem til sáu, að báturinn hefði flogið svo ört áfram, að undr- um sætti og einleikið hefði það ekki verið, hvað Þor- geir hefði verið fljótur til Hríseyjar. Og þegar þangað kom, stigu þau mæðginin á land, leituðu skamma stund, þar til þau fundu drauginn, og réðust þeir þá hvor gegn öðrum, Þorgeir og draugurinn. Var atgang- ur þeirra bæði harður og langur, og mátti ekki á milli sjá, hvor betur myndi hafa, en enginn þorði nærri að koma, fyrr en Guðrún Þorgeirsdóttir óð að þeim og hvessti sjónir á drauginn. Leit hann á hana, og dró þá úr honum mátt allan. Tóku þau mæðginin hann þá á milli sín og leiddu hann út á svokallaðan Músarhól, sem er á yzta odda Hríseyjar. Þar settu þau drauginn niður. í mörg ár á eftir heyrðu Hríseyingar væl draugs- ins upp um holu á hólrium. Að launum fyrif að koma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Gríma

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.