Gríma - 01.09.1946, Side 63
Grima] ÞÁTTUR AF ÞORGEIRI STEFÁNSSYNI 39
drangnum fyrir, gáfu Hríseyingar Þorgeiri bát, hlað-
inn fiski. Héldu þau mæðginin svo heim til sín aftur.
d. Dauði Þorgeirs.
[Eftir sögn Helga Jónssonar frá Þverá 1945.]
Þorgeir bjó að Veigastöðum í 27 ár; þaðan flutti
hann að Leifshúsum á Svalbarðsströnd og bjó þar
nokkur ár, en seinustu ár sín var hann í Tungu á Sval-
barðsströnd. Mun hann þá hafa verið kominn í kör.
Var hann látinn liggja í skoti framan við baðstofudyrn-
ar, og komst þar engin Ijósglæta inn til hans, nema
framan úr göngunum eða þegar baðstofudyrnar stóðu
opnar. Var karlinn búinn að liggja lengi veikur, og
undruðust menn, að hann skyldi ekki deyja, en þó var
flestum kunn orsök þess, að hann gat ekki dáið. En því
var þannig háttað, að Þorgeirsboli, sem hann hafði
vakið upp, fylgdi honum, en sá maður, sem draugur
fylgdi, gat samkvæmt gamalli trú ekki dáið, nema
hann losaði sig áður við drauginn. Ýmsir mæltu það
við Þorgeir, að hann skyldi losa sig við drauginn, svo
að hann gæti fengið hvíld. En Þorgeir kvaðst ófús til
þess og taldi, að Boli myndi geta fylgt sér jafnt dauð-
um sem lifandi. Þó kom svo, að honum þótti dauða-
stríðið óbærilegt, og bað bónda að senda mann til
dóttur sinnar, Ingibjargar, sem þá var vinnukona á
Meyjarhóli, og biðja hana að finna sig. Fór sendimað-
ur og flutti Ingibjörgu skilaboð föður hennar. Kvaðst
hún vita, hvað hann myndi vilja sér og væri sér það
lítið gleðiefni, en þó myndi hún mega til að verða við
beiðni hans. Bjóst hún strax og fór á fund föður síns í
skotið, þar sem hann lá í Tungu. Voru engir viðstadd-
ir fund þeirra, en einhverjir krakkar í Tungu voru á