Gríma - 01.09.1946, Page 65
5.
Fúsi einnig.
[Þorsteinn M. Jónsson skrásetti eftir sögn Guðlaugs Bergssonar á
Dalvík, 12. sept. 1944.]
Maður hét Sigfús og bjó hann annað hvort á Hjalla
eða Finnastöðum í Grýtubakkahreppi. Hann hafði oft
það orðtak að segja: „einnig.“ Af þessu var hann upp-
nefndur og kallaður Fúsi einnig.
Svo bar við eitt sinn á jólaföstu, að ær nokkur nó-
botnótt, er Fúsi vissi ekki, hver myndi eiga, er komin
að fjárhúsi hans. Hýsir hann hana og hefur hana
með kindum sínum alllengi og reynir ekkert að afla
ser upplýsinga um, hver muni vera eigandi hennar.
Fn nágrannar hans komast eftir því að þessi aðkomu-
ær er hjá honum og spyrja hann að því, hvort hann
eigi hana og hvar hann hafi keypt hana. Svarar f’úsi
þeim, sem spurði: „Guð hefur sent mér hana, og gettu
ekki um það einnig.“ Á þorra kemur rnaður innan af
Svalbarðsströnd og gistir að næsta bæ við Fúsa. Um
kveldið snýst svo tal á milli hans og heimamanna,
þegar þeir ræða um sauðfjárhöld, að komumaður segist
hafa týnt móbotnóttri á á jólaföstunni þá um veturinn.
Segir þá einn heimamanna: „Þú ættir að finna hann
Fúsa einnig og vita, hvort hann veit ekki neitt um á
þessa.“ Um morguninn eftir fer Svalbarðsstrandarmað-