Gríma - 01.09.1946, Side 74

Gríma - 01.09.1946, Side 74
50 SÖGUR JÓNS SIGFÚSSONAR [Grlma samtímis sér, og báðum mun þeim hafa legið kalt orð hvorum til annars í umtali við fólk. Jón Tómasson var skarthneigður. Notaði hann ávallt á vetrum langan staf, og var fest á hann alls konar skraut, svo sem látúns- millur og annað, sem hringlaði í. — Jóni Sigfússyni var það til lista lagt, að hann sagði vel frá, og stundum hinar ótrúlegustu sögur af ýmsum ævintýrum, sem fyrir hann sjálfan höfðu komið. Fara nú hér á eftir nokkrar af sögum Jóns, en miklu fleiri eru þó glataðar. Er hér leitazt við að halda orðalagi Jóns á sögunum. a. Útfararsaga Jóns frá Tumsu. Jón frá Tumsu fór á efri árum sínum í ferðalag í Svarfaðardalinn, því að hann langaði til að skoða æsku- stöðvarnar áður en hann dæi. Það segir ekki af ferðum hans þar annað en það, að hann lagðist þar einhvers staðar, og áður en að nokkurn varði, hafði fjandinn sótt hann, en skrokkinn skildi hann þó eftir. — Það kom nú til kasta hreppsnefndarinnar að sjá um að hola honum í jörðina, og fór Árni oddviti1) í þeim vændum heim að Urðum, að sér yrði vísað á legstað þar í kirkjugarðinum. Hann hítti húsfreyjuna, því að bóndinn var ekki heima, og sagði henni erindið. — „Já, þið eruð með hann Jón frá Tumsu," sagði húsfreyja; „Einhvers staðar verður að hola karlrolunni níður, en það verður að láta hann, þar sem hann verður ekki fyrir.“ — Svo fór húsfreyja með oddvitann út í kirkju- garð og vísaði honum til að taka gröfina að Jóni í lang- grýttasta horninu þar í garðinum, sem alltaf hafði verið sneitt hjá, og er þó Urðagarður allur grýttur, eins og nafnið bendir til og vottar. 1) Árni Jónsson oddviti á Þverá.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.