Gríma - 01.09.1946, Page 82
58; S.ÖGUR JÓNS SIGFÚSSONAR [Gríma
að t'aka þá með sér og leggja þá við. Svo bauð drottn-
ingin okkur góða nótt og óskaði mér góðrar værðar, en
stúlkan fylgdi mér til herbergisins.
Já, þar gafst nú á að líta, þar sem bláa herbergið
drottningarinnar var. Ja slík og þvílík dýrð! — Það
var náttúrlega allt saman límt innan með bláum silki-
pappír og logagylltum rósum og allt lýst upp, svo að
hvergi bar skugga á, með ljósbláum jólakertum í gull-
stjökum, og ofan úr miðsperrunni hékk stóreflis ljósa-
hjálmur, alveg eins og í kirkju, og hann var úr skíra
gulli. Inni við stafninn, — en á honum var gluggi með
bláum silkitjöldum fyrir, — stóð silfurstóll og silfur-
borð, en hinum megin við borðið stóð rúmið, allt
saman smíðað úr fílabeini og gulli og svo stórt, að auð-
séð var, að óliætt mundi að hleypa manneskju upp í
það til sín án þess að maður hefði óhægð af hen.ii.
Kringum rúmið voru sparlök úr bláu flaueli, og ofnar
í rósir með gull- og silfurvír, einstaklega nett á að sjá.
„Hérna eigið þér nú að sofa, meistari Jón,“ sagði stúlk-
an, um leið og hún dró sparlökin frá rúminu. Þar stóð
bunkinn af rúmfatnaðinum alveg upp undir baðstofu-
súðina, því að í rúminu var hvorki meira né minna en
fjörutíu sængur og fjörutíu koddar, og allt var þetta
klætt með hinu dýrasta silki, og rekkjóðirnar voru
allar úr sauðaþeli og unnar á f slandi. Fram undan rúm-
stokknum sá eg á postulíns-náttpott með logagylltum
rósum, og þótti mér vænt um það.
Eg stóðnúfyrst svona eins ogagndofa yfir öllum þess.-.
um fínheitum, því að annað eins hafði eg aldrei séð, og
hafði eg þó gist á mörgum góðum heimilum. Stúlkan,
sem mér hafði heyrzt drottningin kalla Píu, virtist ekki
vera neitt að flýta sér; hún stóð suður við baðstofu-
stafninn og var að virða fyrir sér myndirnar af þeim