Gríma - 01.09.1946, Side 91
8.
Frá Flóvent sterka.
[Handrit Jónasar Rafnars.]
Flóvent sterki var fæddur á árunum 1723—1726.
Faðir hans var Jón Flóventsson, sem bjó á Jórunnar-
stöðum í Eyjafirði. — Flóvents hef eg fyrst séð getið í
almennu manntali 1762, og býr hann þá í Hólum, en
annars hefur hann oftast verið kenndur við Jórunnar-
staði og Eyvindarstaði í Sölvadal.
Flóvent var skapmaður og orðlagður fyrir krafta.
Vínhneigður var hann, eins og þá var altítt, og rosti
við vín, enda þótti það ekkert tiltökumál í þá daga.
Hann var alkunnur tamninga- og reiðmaður. Átti
hann hest, bleikan að lit, og voru mæld þrettán fet á
milli skaflafara hans á Eyjafjarðará, þegar karl þandi
hann þar á ísunum á veturna. Þegar Flóvent var í ferð-
um, hafði hann aðra ístaðsól sína lausa við hnakkinn;
var þá auðveldara að ná til hennar, ef hann þóttist
þurfa að dangla á einhverjum náunganum, en það átti
Flóvent til, þegar hann var drukkinn. Var þá sagt, að
hann riði grenjandi um fjörðinn.
Einhvern tíma á búskaparárum sínum var Flóvent
staddur í kaupstað á Akureyri. Var þá einokun, og
vönduðu kaupmenn lítt framferði sitt við bændur.
Synjuðu þeir Flóvent um afgreiðslu fyrr en þeim sýnd-
5*