Gríma - 01.09.1946, Side 94

Gríma - 01.09.1946, Side 94
70 SAGNIR ÚR ÞINGEYJARSÝSLU [Gríma bjuggu um skeið í Hriflu (1873—82), en fluttu að lokum austur á Langanes og dvöldust þar til æviloka. Eru margir afkomendur þeirra austur þar. Þegar Hólmfríður giftist, tók hún móður sína til sín. Voru þau Sigurður í húsmennsku í Heiðarseli á Fljótsheiði, og þar dó Sigurlaug 31. október 1871. Hafði hún beðið þess, áður en hún dó, að lík sitt yrði flutt til greftrunar að Reykjahlíð, því að í þeirri sókn hafði hún lengst dvalizt. En um það leyti, sem hún dó, var tíð hin versta, kominn mikill snjór og færð ill. Þótti því ekki tækilegt að sinna þessum tilmælum, og var líkið flutt að Lundarbrekku. Alllöng leið er frá Heiðarseli að Lundarbrekku, en færð var ill, sem fyrr getur. Fór því svo, að menn þá, sem fluttu Sigurlaugu til grafar, dagaði uppi á leiðinni. Báru þeir kistuna inn í beitarhús á heiðinni, en fóru sjálfir til gistingar á einlivern bæ í Bárðardal. Héldu þeir svo ferðinni áfram næsta dag, og fór jarðarförin fram sem til stóð. Þegar þetta gerðist, átti heima á Gautlöndum í Mý- vatnssveit maður, er Sigurður hét, Erlendsson bónda á Rauðá, Sturlusonar. Hann var nokkuð við aldur og hafði lengi verið í Mývatnssveit. Var hann því vel kunnugur Sigurlaugu. Sama kvöldið, sem líkmennirn- ir gengu frá kistu Sigurlaugar á heiðinni, var Sigurður á ferð'frá Haganesi við Mývatn að Gautlöndum. Ekki hafði hann frétt lát Sillu. Tungsljós var bjart um kvöldið. Þegar Sigurður var kominn vestur á ásana suðaustur af Arnarvatni, sá hann kvenmann koma á móti sér. Gekk hún rösklega og kom úr sömu átt og hann stefndi í, svo að þau hlutu að mætast. En þegar þau nálguðust hvort annað, beygði hún lítils háttar til norðurs, eins og hún vildi ekki hitta hann. SigUrður vildi hins vegar vita, hver þar væri á ferð, og beygði í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.