Gríma - 01.09.1946, Side 94
70 SAGNIR ÚR ÞINGEYJARSÝSLU [Gríma
bjuggu um skeið í Hriflu (1873—82), en fluttu að
lokum austur á Langanes og dvöldust þar til æviloka.
Eru margir afkomendur þeirra austur þar.
Þegar Hólmfríður giftist, tók hún móður sína til
sín. Voru þau Sigurður í húsmennsku í Heiðarseli á
Fljótsheiði, og þar dó Sigurlaug 31. október 1871.
Hafði hún beðið þess, áður en hún dó, að lík sitt yrði
flutt til greftrunar að Reykjahlíð, því að í þeirri sókn
hafði hún lengst dvalizt. En um það leyti, sem hún dó,
var tíð hin versta, kominn mikill snjór og færð ill.
Þótti því ekki tækilegt að sinna þessum tilmælum, og
var líkið flutt að Lundarbrekku. Alllöng leið er frá
Heiðarseli að Lundarbrekku, en færð var ill, sem fyrr
getur. Fór því svo, að menn þá, sem fluttu Sigurlaugu
til grafar, dagaði uppi á leiðinni. Báru þeir kistuna
inn í beitarhús á heiðinni, en fóru sjálfir til gistingar
á einlivern bæ í Bárðardal. Héldu þeir svo ferðinni
áfram næsta dag, og fór jarðarförin fram sem til stóð.
Þegar þetta gerðist, átti heima á Gautlöndum í Mý-
vatnssveit maður, er Sigurður hét, Erlendsson bónda
á Rauðá, Sturlusonar. Hann var nokkuð við aldur og
hafði lengi verið í Mývatnssveit. Var hann því vel
kunnugur Sigurlaugu. Sama kvöldið, sem líkmennirn-
ir gengu frá kistu Sigurlaugar á heiðinni, var Sigurður
á ferð'frá Haganesi við Mývatn að Gautlöndum. Ekki
hafði hann frétt lát Sillu. Tungsljós var bjart um
kvöldið. Þegar Sigurður var kominn vestur á ásana
suðaustur af Arnarvatni, sá hann kvenmann koma á
móti sér. Gekk hún rösklega og kom úr sömu átt og
hann stefndi í, svo að þau hlutu að mætast. En þegar
þau nálguðust hvort annað, beygði hún lítils háttar til
norðurs, eins og hún vildi ekki hitta hann. SigUrður
vildi hins vegar vita, hver þar væri á ferð, og beygði í