Gríma - 01.09.1946, Page 95

Gríma - 01.09.1946, Page 95
Grima] SAGNIR ÚR ÞINGEYJARSÝSLU 71 veg fyrir hana. En stúlkan virtist ákveðin í því að verða ekki á vegi hans, breytti því meir um stefnu og hljóp loks á svig norðan við hann, en svo nærri honum, að hann sá hana glöggt. Kallaði hann þá til hennar: „Nú, ert það þú, Litla-Silla! “ En svo brá við, að þegar hann ávarpaði hana, hvarf hún. Ekki sást heldur nein slóð eftir hana í snjónum. Sigurður var maður ófælinn og greinargóður, og efaðist enginn, sem þekkti hann, um það, að sýn þessa hefði fyrir hann borið, enda sagði hann frá þessu, þegar hann kom heim um kvöldið, en enginn á Gautlöndum né annars staðar í Mývatnssveit vissi þá, að Sigurlaug væri dáin. — Rétt er að geta þess, að Sigurlaug stefndi beint á Reykjahlíð. Vestan undir Belgjarfjalli við Mývatn eru hellar, sem kallaðir eru Glúmsstaðahellar. Var þar stundum hýst fé áður fyrr. Litla-Silla hafði oft haldið til í hell- um þessum við grasatekju á vorin. Mörgum árum eftir dauða hennar var Kristbjörg Jónsdóttir, kona Jóhann- esar pósts Jónatanssonar, á ferð úr Mývatnssveit til Laxárdals. Hún átti þá heima á Birningsstöðum og fór norður heiðina austan dalsins. Þetta var um hábjartan dag að vorlagi, Þegar hún kom norður hjá Glúms- staðahellum, sá hún þar rétt hjá götunni kvenmann, sem var áð taka grös-. Kristbjörg kastaði kveðju á kon- una, en hun svaraði engu ög leit ekki upp. Hélt Krist- björg leiðar sinnar. Samferðamenn hennar voru laust á eftir henni, og-sþurði hún þá, þegar þeir náðu henni, hvort þeir .hefðu þekkt kvenmanninn, sem verið hafði að tína grösin rétt við götuna. En þeir höfðu engan kvenmann séð. Voru þeir þó svo stutt á eftir Krist- björgu, að ekki gat konan hafa komizt á hvarf í milli- bilinu. Þóttist Kristbjörg þá vita, að þetta hefði verið svipur Lítlu-Sillu, því að hún hafði heyrt, að slæðingur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.