Gríma - 01.09.1946, Page 98
74 SAGNIR ÚR ÞINGEYJARSÝSLU [Gríma
tekið eftir, að neinn kæmi upp á skipið. Gaf hann því
uppgöngunni auga, því að hann bjóst við, að stúlkan
mundi bráðlega koma upp úr klefanum, ög ætláði
hann þá að gefa henni nánari gætur. Einn smiðanna,
Guðlaugur að nafni, tekur eftir þessu, og spyr Þórhall,
að hverju hann sé að gæta. Hann segir- Sem er. Guð-
laugur heldur, að hann muni mega bíða nokkuð lengi
eftir henni, því að þetta muni hafa Verið skipsdraugtir-
inn; hann skuli fara niður aftur og gá að henni. Þór-
hallur gerði það, en þá var enginn í klefanum, hvorki
karl né kona. Guðlaugur sagðihonumnú,aðvofaþessi,
bláklædd stúlka, ætti að fylgja skipinu; hefðu margir
séð hana, einkum undan vondum veðrUm. Átti stúlkan
að hafa orðið undir skipinu, þegar það var sett fram í
fyrsta sinni, en það hafði verið keypt frá útlöndum.
Þórhallur hafði ekki heyrt reimleika þessara getið fyrr.
Hann sagði mér sjálfur frá þessu.
d. Draugur gengur við fé.
[Sögn Sigurjóns Friðjónssonar 1935.]
Einu sinni um vortíma, rétt eftir sauðburð, kom
Sigurjón Friðjónsson skáld á Laugum í Reykjadal
vestan yfir Eljótsheiði. Reið hann niður með Mýrará
að norðanverðu og ætlaði suður yfir hana. Þegar hann
kom niður undir vaðið, sá hann að á eyrinni sunnan
við ána var stúlka að snúast við mórauða lambá. Bjóst
hann við að þetta væri ær, sem þyrfti að mjólka. Sigur-
jón veitti stúlkunni nókkra athygli, því að hann glöggv-
aði sig ekki á því, hver liún var, en þekkti vitanlega
allar stúlkur þær, er þá áttu iieima á Breiðamýri, en
þaðan var líklegast að hún væri. Stúlkan var með
stykkjótta dúksvuntu og í sauðsvörtú pilsi nokkuð upp-