Gríma - 01.09.1946, Side 100

Gríma - 01.09.1946, Side 100
76 SAGNIR ÚR ÞINGEYJARSÝSLU [Gríma sem nú býr þar, og Páll Helgi Jónsson, síðar bóndi í Stafni, að sækja hesta suður að læknum. Þetta var um haust í rökkri og lítils háttar hríðarmuggu, en föl þó lítið. Þegar þeir voru komnir suður undir lækinn, sagði Páll Hermann, að þarna væri kvenmaður á ferð skammt neðan við þá. Ekki gat Páll Helgi séð neitt þar, en nafni hans taldi sig áreiðanlega sjá þetta rétt. Héldu þeir svo áfram, tóku hestana og riðu greitt til baka. Bjuggust þeir við að ná stúlkunni fljótlega; en svo varð ekki, og hefur ekki til hennar spurzt, enda mun það Rósa verið hafa. f. Oddur rýnir. Oddur hét maður, er uppi var í Þingeyjarsýslu um og eftir aldamótin 1800. Hann var mjög nærsýnn og því kallaður Oddur „rýnir“. Hann var heimskur maður og kvensamur. Víða hafði hann flækzt. Þegar hann var orðinn gamall, spurði Guðlaugur Kolbeins- son í Álftagerði hann, hvort hann hefði aldrei séð kven- mann, sem hann héfði ekki fellt löngun til. Oddur kvaðst hafa séð eina slíka „fyrir austan“. „Ljót hefur hún nú verið. Var hún svo sem eins og hún Sigga Bjarna?“ sagði Guðlaugur. Nefndi hann þar til þá konu, er hann vissi óásjálegasta. „Hún Sigríður mín Bjarnadóttir? Eg held hún sé nú bærileg," svaraði Oddur. — Einu sinni var Oddur spurður, hve gamall hann hefði verið, þegar hann hefði fyrst fundið hjá ser tilhneigingu til kvenna; „O — eg var nú á þriðja árinU, og held eg ykkur sé nú gefin gjöfin,“ svaraði hann. Oddur var talinn það eintaldur, að hann mundi hafa svarað eftir beztu vitund.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.