Bændablaðið - 11.08.2016, Qupperneq 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016
Fréttir
Fyrir skemmstu auglýsti
Byggðastofnun eftir tillögum í
byggðaáætlun 2017–2023. Þetta
er í fyrsta skipti sem sérstakt form
er útbúið fyrir almenning fyrir
tillögugerðina og í raun í fyrsta
skiptið sem óskað er eftir form-
legum tillögum í byggðaáætlun
frá almenningi. Ekki er auglýstur
frestur til að skila tillögum en það
verður gert þegar líður á.
Tillögur sem gerðar verða í til-
löguformið verða lagðar fyrir verk-
efnisstjórn byggðaáætlunar og hún
tekur afstöðu til þeirra.
Áætlunin skal lýsa stefnu ríkisins
í byggðamálum hverju sinni
Í lögum um byggðaáætlun og sókn-
aráætlanir, sem samþykkt voru í
fyrra, kemur fram í þriðju grein um
markmið byggðaáætlunar að þær
skuli vera til sjö ára í senn, en áður
voru þær til fjögurra ára. „Áætlunin
skal lýsa stefnu ríkisins í byggða-
málum hverju sinni og samhæfingu
við aðra stefnumótun og áætlanagerð
hins opinbera. Byggðaáætlun skal
hafa að meginmarkmiði að jafna
tækifæri allra landsmanna til atvinnu
og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla
að sjálfbærri þróun byggðarlaga
um land allt. Sérstaka áherslu skal
leggja á svæði sem búa við langvar-
andi fólksfækkun, atvinnuleysi og
einhæft atvinnulíf. Einnig skal gerð
grein fyrir sérstökum áformum ríkis-
ins um stuðning við atvinnulíf á skil-
greindum stuðningssvæðum byggða-
korts af Íslandi sem Eftirlitsstofnun
EFTA (ESA) hefur samþykkt fyrir
tiltekið tímabil og tengingu þeirra
við sóknaráætlanir.
Byggðaáætlun skal unnin í
umboði ráðherra af Byggðastofnun
í samvinnu við stýrihóp
Stjórnarráðsins um byggðamál.
Við gerð byggðaáætlunar skal haft
samráð við ráðuneyti, sveitarfélög,
landshlutasamtök sveitarfélaga og
aðra haghafa eftir þörfum,“ segir
í lögunum.
Fyrsta skipti sem almenningur
getur sent beint inn tillögu
Snorri B. Sigurðsson, forstöðumaður
þróunarsviðs Byggðastofnunar, segir
að þar sem þetta sé í fyrsta skipt-
ið sem almenningi gefst kostur á
að fylla út rafrænt form og senda
inn tillögur í byggðaáætlun, þá
hafi tillögur frá einstaklingum eða
félögum ekki fyrr ratað beint inn
í byggðaáætlun. „Við höfum hins
vegar haldið opna fundi við vinnslu
fyrri áætlana þar sem hægt hefur
verið að koma á framfæri hugmynd-
um. Og þar hafa vissulega verið
viðraðar margvíslegar hugmyndir
sem, sumar hverjar, hafa haft áhrif
á innihald byggðaáætlana. Og nú
þegar hafa borist tillögur til okkar í
gegnum heimasvæði byggðaáætlun-
ar. Það er mjög ánægjulegt,“ segir
Snorri.
Á vef Byggðastofnunar (bygg-
dastofnun.is/) má nálgast frekari
upplýsingar um vinnuna við nýja
byggðaáætlun og eins fyrri áætl-
anir. Gert er ráð fyrir að drög að
nýrri byggðaáætlun liggi fyrir 1.
nóvember næstkomandi. Ráðherra
mun að svo búnu leggja fram þings-
ályktunartillögu fyrir Alþingi.
Á vefnum kemur fram, að vegna
áherslu nýju laganna um samráð
gekkst Byggðastofnun á vormánuð-
um fyrir fundum um byggðaáætl-
unina í samráðsvettvöngum lands-
hlutasamtaka sveitarfélaga og í
ráðuneytunum og stefnir að annarri
slíkri fundarhrinu með haustinu.
/smh
Auglýst eftir tillögum í byggðaáætlun 2017–2023:
Almenningi gefst nú tækifæri til að koma
formlega á framfæri hugmyndum sínum
Snorri B. Sigurðsson.Breskt rúningströll
með nýtt heimsmet
Bóndi í Cornwall-skíri á Bretlands-
eyjum hefur bætt heimsmetið í
rúningi um tíu ær. Fyrra met, sem
staðið hefur frá 2007, var 721 kind
á tólf tímum en er nú 731 kind.
Keppnin felst í því að rýja sem
flestar kindur á tólf klukkustundum
frá klukkan fimm eftir miðnætti til
klukkan fimm síðdegis á sama sól-
arhring.
Nýja metið, 731 kind, setti Matt
Smith sem er breskur sauðfjárbóndi
í Cornwall-skíri en fyrra met sem var
sett árið 2007 átti Ástralinn Rodney
Sutton.
Smith, sem er 32 ára og býr ásamt
eiginkonu sinni með tæplega 1.400
fjár á ríflega 160 hektara jörð, er fyrsti
maðurinn á norðurhveli til að reyna
að fella fyrra met.
Keppni af þessu tagi er aftur á móti
vinsæl í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.
Æsispennandi keppni
Rúningstörn Smith fór vel af stað og
var æsispennandi. Á fyrstu tveimur
tímunum rúði hann 164 kindur. Eftir
það tók hann sér klukkustundar hvíld
en að henni lokinni rúði hann 142
kindur frá einum tíma og fjörutíu og
fimm mínútum. Að lokinni hálftíma
pásu rúði hann 142 kindur frá korter
yfir tíu og fram að hádegi. Næsta törn
stóð frá klukkan eitt eftir hádegi til
korter í þrjú og á þeim tíma misstu
141 kind reifið. Í síðasta áfanga rúði
hann 142 kindur. Samanlagt gera
það 731 kind á tólf klukkustundum.
Meðaltími Smith með hverja kind var
44 sekúndur.
Árs undirbúningur
Eftir að nýju heimsmeti var náð sagði
Smith að sig hefði lengi langað til að
reyna sig við gamla metið og hann
hafi undirbúið sig í rúmt ár fyrir
keppnina.
Fjórir aðrir keppendur reyndu sig
við heimsmetið á sama tíma og geta
þeir allir verið sáttir við árangurinn
sem var á bilinu 702 til 721 kind.
/VH
Rúningstörn Matt Smith fór vel af stað og var æsispennandi og á tólf klukku-
stundum tókst honum að rýja 731 kind. Meðaltími hans með hverja kind var
44 sekúndur. Mynd / www. farminguk.com.
Ný skógræktarstofnun:
Skógræktin tók til starfa 1. júlí
Ný skógræktarstofnun, Skóg-
ræktin, tók til starfa 1. júlí síðast-
liðinn og varð til við sameiningu
Skógræktar ríkisins og landshluta-
verkefnanna í skógrækt. Af því
tilefni var efnt til skógargöngu á
Silfrastöðum í Skagafirði en um
70 manns mættu við athöfn sem
haldin var til að fagna þessum
áfanga.
Fram kom í ávarpi umhverf-
is- og auðlindaráðherra, Sigrúnar
Magnúsdóttur, að undirbúningur
hinnar nýju stofnunar hefði geng-
ið vel. Þá hældi hún skógarbænd-
um á Silfrastöðum fyrir öflugt
starf, en skógurinn á Silfrastöðum
bindur koltvísýring sem samsvar-
ar útblæstri um 15 þúsund bíla.
Nýir skógarbændur hafa tekið við
keflinu á Silfrastöðum, þau Hrefna
Jóhannesdóttir og Johan Holst, af
föður Hrefnu, Jóhannesi Jóhannssyni
og Þóru Jóhannesdóttur, konu hans.
Búið er að planta um 1,1 milljón
plantna í skóginn. Byrjað er að taka
úr honum efni með millibilsgrisjun.
Þau Johan og Hrefna kynda hús sitt
með eigin trjáviði og spara að því er
fram kemur á vef Skógræktarinnar
um hálfa milljón á ári í kyndikostnað,
engin hitaveita er á staðnum og dýrt
að hita með rafmagni.
Ráðið í þrjár nýjar stöður
Nýverið var ráðið í þrjár nýjar
stöður hjá Skógræktinni. Aðalsteinn
Sigurgeirsson, forstöðumaður
Rannsóknastöðvar skógræktar,
Mógilsá, hefur verið ráðinn
fagmálastjóri, sem er ný staða, en
fagmálastjóri hefur yfirumsjón og
forystu um fagleg málefni innan
Skógræktarinnar og er staðgengill
skógræktarstjóra. Fimm sóttu um
starfið.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,
sem undanfarin ár hefur verið fram-
kvæmdastjóri Vesturlandskóga, hefur
verið ráðin sviðsstjóri skógarauð-
lindasviðs. Sviðstjóri skógarauð-
lindasviðs ber ábyrgð á rekstri þjóð-
skóganna og hefur yfirumsjón með
framlögum til skógræktar á lögbýlum
auk þess að vinna að samþættingu
þessara tveggja verkefna eftir því
sem þurfa þykir. Sex sóttu um starfið.
Hreinn Óskarsson, skógarvörð-
ur á Suðurlandi, hefur verið ráð-
inn sviðsstjóri samhæfingarsviðs.
Samhæfingarsvið er nýtt svið innan
Skógræktarinnar sem fæst við stjórn-
sýslu, skipulagsmál, kynningarmál
og fræðslu á sviði skógræktar. Fimm
sóttu um starfið.
Á næstu dögum verður auglýst
eftir nýjum sviðstjóra rannsóknasviðs
sem veitir Rannsóknastöð skógrækt-
ar, Mógilsá, forstöðu. Einnig verð-
ur auglýst eftir nýjum skógarverði
á Suðurlandi. Eftir er að ákveða
hvernig háttað verður stjórn nytja-
skógræktar á bújörðum á Vesturlandi.
/MÞÞ
Skógarbændurnir á Silfrastöðum, Hrefna Jóhannesdóttir og Johan Holst,
fengu þessar forláta svuntur frá Félagi skógarbænda á Norðurlandi í þakk-
lætisskyni fyrir skógargönguna. Silfrastaðir í baksýn og Mælifellshnjúkur.
Myndir / Pétur Halldórsson
Starfsfólk Skógræktarinnar fagnar fyrsta degi nýrrar stofnunar.
Hótel Húsafell með sumarhúsalóðir til sölu:
Eigendum býðst að leigja
bústaðina út þegar þeir
eru ekki í einkanotkun
„Við finnum vel fyrir þeim aukna
straumi ferðamanna sem leggur
leið sína hingað til lands, það hefur
verið líflegt hjá okkur í sumar og
ekki vanþörf á að bæta við gisti-
rými,“ segir Berþór Kristleifsson,
ferðaþjónustubóndi á Húsafelli.
Hann rekur Hótel Húsafell sem
hefur verið stækkað úr 36 her-
bergjum í 48 herbergi.
Á svæðinu eru um 200 orlofshús í
allt. Bergþór á nú um þessar mundir
um 20 lóðir undir slík hús, sem
skipulögð voru fyrir margt löngu, „og
ég stefni nú á að klára þetta hverfi,“
segir hann.
Góð viðbrögð við nýrri þjónustu
Hann hefur boðið upp á nýja þjón-
ustu fyrir eigendur húsa á svæðinu,
en þeir sem hug hafa á því að kaupa
sumarhúsalóð á Húsafelli geta jafn-
framt leigt þau út til gesta þegar þau
eru ekki í einkanotkun. „Við bjóð-
um þessar lóðir nú til sölu og gefum
eigendum jafnframt færi á að leigja
þau út í samstarfi við okkur á Hótel
Húsafelli. Þetta virka þannig að um
leið og fólk byggir sumarhús sem
það nýtir í frítíma sínum getur það
fjármagnað hluta byggingarkostn-
aðar og rekstur með útleigu,“ segir
Bergþór, en húsin eru þá sett inn í
bókunarkerfi hótelsins. Vatn er komið
á sumarhúsalóðirnar og rafmagn að
lóðamörkum, þannig að hægt er að
hefjast handa við bygginguna strax.
„Viðbrögðin hafa verið góð, það
er mikið hringt og við fáum tölvu-
pósta þar sem óskað er frekari upplýs-
inga, þannig að áhuginn er greinilega
mikill,“ segir Bergþór.
/MÞÞ
Hóteleigandi selur lóðir og býðst til að framleigja sumarhús. Mynd / Húsafell