Bændablaðið - 11.08.2016, Qupperneq 11

Bændablaðið - 11.08.2016, Qupperneq 11
11Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Rekstur lausra hrossa eftir og meðfram vegum landsins getur skapað talsverða hættu jafnt fyrir hrossin og ökumenn sem þurfa að keyra framhjá hrossum í rekstri. Ólafur Kr. Guðmundsson, tækni- stjóri EuroRAP, var nýlega í gagna- öflunarferð á Suðurlandi og ók fram á fjögur stóð í slíkum rekstri við Laugarvatn og á Biskupstungnabraut. Í öllum tilfellum urðu umferðartaf- ir, hættuástand og fullt af erlendum ferðamönnum á bílaleigubílum sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Samráð við lögreglu? Ólafur segist ekki skilja af hverju það viðgengist að vera með stóð af lausum hestum í rekstri á og við helstu ferðamannaleiðir á háannatíma. Nær væri að gera þetta á kvöldin, snemma á morgnana eða nóttunni. Hann sagði eðlilegast að fá leyfi fyrir þessum rekstri og æskilegt væri að gera þetta í samráði við lögreglu. Reglur fylgja ekki samfélagsþróun „Við búum við það hér á landi að sumt í lögum og reglum fylgir ekki breyttri tækni, samgöngum og samfé- lagsþróun. Meðal þess er hestaumferð eftir þjóðvegum og á vegsvæðum þeirra. Á sumum landsvæðum er lausaganga búfjár ekki bönnuð og víða eru girðingar ekki fjárheldar eða ekki til staðar. Almenna reglan er ennþá sú að hestaumferð eftir þjóðvegum er heimil, með undantekn- ingum, utan þéttbýlis. Með vaxandi umferð, bundnu slitlagi á þjóðvegum og auknum ferðahraða bíla má hins vegar segja að útilokað sé að ríðandi umferð og rekstur hrossa sé á og við akvegi.“ Óþarfa áhætta Ólafur segir að hross á ferð innan um umferð ökutækja hafi í för með sér óeðlilega áhættu fyrir dýr og menn. „Bundið slitlag á vegi hentar ekki fyrir umferð hesta, bæði út frá velferð dýranna og einnig vegna endingar slitlagsins. Þarna geta ákvæði laga um dýravernd og meðferð dýra átt við. Almenn ákvæði um að gæta varúðar og gæta þess að valda ekki skemmdum á vegamannvirkjum gilda um hestaumferð eins og aðra umferð um vegi og brot gegn lögunum geta varðað sektum og skapað bótaábyrgð. „Umferð hestamanna um þjóð- vegi sætir almennum takmörkunum og telja verður heimilt samkvæmt umferðarlögum að takmarka eða banna umferð hestamanna um tiltek- inn þjóðveg vegna umferðaröryggis,“ segir Ólafur. /VH Umferðaöryggi: Hrossastóð í rekstri geta skapað mikla hættu á vegum Hross í rekstri á miðjum degi á Suðurlandi. Mynd / Ólafur Kr. Guðmundsson Síðustu helgi ágústmánaðar verð- ur landskeppni Smalahundafélags Íslands haldin í Dalasýslu í sam- starfi Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu og smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Keppni fer fram dagana 27. og 28. ágúst að Bæ í Miðdölum. Keppnin hefst klukkan 10.00 báða dagana. Dómari verður Bevis Jordan, en hann er starfandi sauðfjárbóndi og reynslubolti þegar kemur að smalahundum. Dagana á undan mun Bevis bjóða upp á námskeið og leiðsögn fyrir þá sem eru að temja fjárhunda á Snæfellsnesi. Keppt í þremur flokkum: - A-flokkur, opinn flokkur og fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B-flokki. - B-flokkur, fyrir hunda 3 ára og eldri sem ekki hafa náð 50 stigum í keppni. - Unghundaflokkur, fyrir hunda yngri en 3 ára. Skráningar í keppnina fara fram hjá Eyjólfi í síma 862-0384 eða eyjolfuringvi@gmail.com fyrir mánudagskvöld 22. ágúst nk. Svefnpokagisting verður í boði fyrir mótsgesti í félagsheimilinu Árbliki en eins verður möguleiki að tjalda þar. Léttur hádegisverður verður í boði báða daga og eins sameiginlegur kvöldverður á laugardeginum. Samhliða Landskeppninni verð- ur aðalfundur Smalahundafélags Íslands haldinn í félagsheimilinu Árbliki föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 20.00. Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu og smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadalssýslu hvetja sem flesta sauðfjárbændur til að koma í Dalina þessa helgi og fylgjast með keppninni. Sjón er sögu ríkari og gaman að horfa á góðan fjárhund leika listir sínar. /Fréttatilkynning Landskeppni smalahunda Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar Endursöluaðilar: Varahlutaverslun Björns Lyngási, Jötunn Selfossi, Baldvin og Þorvaldur Selfossi, KM Þjónustan Búðardal, Vélsmiðjan Þristur Ísafirði. , Akureyr Efstubraut, BlönduósiLynghálsi, Reykjavík Þræðir og borðar RafgirðingaspennarJarðleiðslur Þráðspólur Staurar, net, gaddavír og þanvír

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.