Bændablaðið - 11.08.2016, Page 14

Bændablaðið - 11.08.2016, Page 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Nýtt glæsilegt hátæknifjós að Sigtúnum Fyrir skömmu var tekið í notk- un nýtt glæsilegt fjós á bænum Sigtúnum í Eyjafjarðarsveit. Þar búa hjónin Sigurgeir Pálsson og Jórunn Agnarsdóttur, sem alltaf er kölluð Lóa. Þau Sigurgeir og Lóa keyptu jörðina Sigtún árið 1980 af Kristjáni Bjarnasyni og Mekkin Guðnadóttur og hófu fljótlega að stækka búið og rækta meira land, en í gamla fjósinu voru mjólkaðar um ríflega 40 kýr og hefur búskapur og afurðir verið með ágætum alla tíð og mjólk frá búinu ætíð verið af hæsta gæðastaðli. Á síðasta ári framleiddu Sigtúna- bændur 260 þúsund lítra af mjólk en mjólkað var með brautakerfi í gamla fjósinu. Í nýja fjósinu, sem er með glæsi- legri fjósum, er öll fáanleg tækni nýtt og þægindi kúa og annarra fjósgripa var höfð í forgangi, auk þæginda ábúenda við mjaltir, hirðingu og gjöf. 911 fermetra fjós Nýja fjósið í Sigtúnum er um 911 m2 að gólffleti með haughúsi undir öllu og er það mikill munur þegar hugmyndin er að nota mykjuþjark til þrifa á gönguleiðum en það er sú aðferð við mykjuþrif sem reynst hefur best með tilliti til hreinna gripa. Alls 73 legubásar eru í fjósinu og auk þess nokkrar stíur fyrir smákálfa, burðarstíur og sjúkrarými auk annars búnaðar sem óþarft er upp að telja og stefnan er sett á að 60–65 kýr verði að meðaltali mjólkaðar í nýja fjósinu og eru þegar orðnar 55. Sigurgeir og Lóa ákváðu að steypa upp fjósveggina í stað þess að nota yleiningar eins og algeng- ast er um þessar mundir og er nýja Sigtúnsfjósið því endingarbetra og traustara fyrir vikið. Í nýja fjósinu er Delaval- mjaltaþjónn af nýjustu útfærslu með stýrihliðum og þá má sjá uppáhald allra kúa, nýja sjálfvirka Delaval-kúaburstann sem er áber- andi þegar litið er yfir fjósið. Opnanlegur þakgluggi er á fjósinu og loftinntakslúgur á báðum hliðarveggjum sem tryggir góð loftskipti í fjósinu. Þá eru öll ljós í fjósinu sk. Led- ljós (díóðulýsing) og er það frábær lýsing þegar hugsað er um ljós- magn, rafmagnseyðslu, endingu og truflun á gripi, og þessi tegund lýsingar gengur „köld“ og er af kunnáttumönnum talin hafa yfir- burði á öllum sviðum þegar hugsað er til rekstrarþátta og endingar. Vel lukkuð vígsluhátíð Um miðjan júlímánuð buðu Sigurgeir og Lóa sveitungum og vinum til vígsluhátíðar í tilefni fjósbyggingarinnar og var fjöl- mennt. Ekki vantaði höfðing- legar móttökur, veitingar vel úti látnar í mat og drykk að hætti Sigtúnshjóna. Nú þegar þetta er ritað er búið að mjólka í nýja fjósinu í um fjórar vikur og hefur allt gengið ótrúlega vel og kýrnar voru fljótar að sam- þykkja mjaltaþjóninn enda skyn- samar og greinilega nýjungagjarn- ar og ekki þarf lengur að sækja nokkurn grip til mjalta. /Kristján Gunnarsson ráðgjafi Fréttir Sigurgeir bóndi á tali við Aðalstein í Garði og Benjamín á Ytri-Tjörnum. Nýtt fjós á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum: Úr 19 bása rörakerfi yfir í 136 legubása mjaltaþjónafjós Á bænum Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum í Borgarfirði er nú risið myndarlegt nýtt fjós. Að búrekstrinum á Gunnlaugs- stöðum standa feðgarnir Þórður Einarsson og Guðmundur Eggert Þórðarson. Þegar blaðamann bar að garði um síðustu mánaðamót voru iðnaðarmenn á fullu inni í fjósinu að ganga frá lausum endum, en gert er ráð fyrir því að fjósið verði tekið í notkun í þessum mánuði. Miklar breytingar Gamla fjósið á Gunnlaugsstöðum, sem byggt var á fjórða tug síðustu aldar, er með 19 bása og hefð- bundið gamalt rörakerfi, en í nýja fjósinu verða 136 legubásar og fjóra nautastíur. Nýja fjósið er um 1.360 fermetrar og í byrjun er gert ráð fyrir einum mjaltaþjóni og 64 mjólkandi kúm, þannig að óhætt er að segja að um afar stórt stökk sé að ræða fyrir feðgana í búskapnum á Gunnlaugsstöðum. Mjaltaþjónn er af tegundinni DeLaval, en tæki og tól koma frá Fóðurblöndunni. Í hönnun á fjósinu er gert ráð fyrir möguleikanum á að bæta við einum mjaltaþjóni og ætlunin er að vera líka með nautaeldi – þannig að heildarfjöldi nautgripa í fjósinu verður nálægt 150. Annaðhvort að hætta eða byggja Að sögn Guðmundar hefur gengið mjög vel að fjármagna bygginguna og þeim vel verið tekið hjá lánastofnunum – en um mikla fjár- festingu er að ræða. „Þetta verð- ur þróunin hjá flestum þeim sem eru með gömul, lítil fjós – með breytingum á reglugerðum og lögum er verið að þrýsta þeim út í breytingar á húsakostum sínum. Það er annaðhvort að hætta eða byggja,“ segir Guðmundur Eggert um ákvörðun þeirra feðga að fara út í framkvæmdina. Þórður ætlaði að bregða búi og selja jörðina Guðmundur Eggert segist vera nýlega fluttur í Borgar fjörðinn í föðurhús. „Pabbi var að hugsa um að hætta í búskap og selja jörðina. Mér fannst það ekki hægt og þess vegna ákvað ég fyrir frekar stuttu síðan að flytja hingað og taka þátt í búskapnum.“ /smh Nýja fjósbyggingin. Myndir / smh Séð heim að Gunnlaugsstöðum þar sem gamla fjósið stendur. Fjallið Baula sést í baksýn. Nýja fjósið á bænum Sigtúnum í Eyjafjarðarsveit. Myndir / KG Jórunn Agnarsdóttir og Sigurgeir Pálsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.