Bændablaðið - 11.08.2016, Síða 17

Bændablaðið - 11.08.2016, Síða 17
17Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 8-18 virka daga og 10-14 slippfelagid.is Hágæða útimálning á stein frá Slippfélaginu. Inniheldur hágæða 100% hreint akrýlbindiefni sem gerir málninguna afburða veðurþolna og litheldna. Einnig hreinsar hún sig sérlega vel og safnar ekki í sig óhreinindum. Er létt í vinnslu og þekur vel. Hágæða þakmálning frá Slippfélaginu. HJÖRVI er ætlaður á galvanhúðað járn, litaðar járnklæðningar, ál og aðra léttmálma. HJÖRVI er auðunninn, fljótþornandi og heldur lit og glans sérlega vel. VIÐAR VITRETEX HJÖRVI Veldu íslenska háþróaða og hágæða málningu frá Slippfélaginu á bæinn þinn. Komdu til okkar eða hringdu í síma 588 8000 og fagmenn aðstoða þig! Hágæða viðarvörn frá Slippfélaginu. Fáanleg í PALLAOLÍU, TRÉVÖRN, GRUNNMÁLNINGU, HÁLFÞEKJANDI og ÞEKJANDI viðarvörn. Litirnir eru fjölmargir og einnig hægt að fá þá sérblandaða hjá okkur. Nýr 28 km langur jarðstrengur milli Selfoss og Þorlákshafnar Selfosslína 3, nýr 28 km lang- ur jarðstrengur Landsnets milli Selfoss og Þorlákshafnar, var tek- inn í notkun fimmtudaginn 7. júlí. Strengurinn er lengsti jarðstreng- urinn í flutningskerfi Landsnets og breytir miklu þegar kemur að afhendingaröryggi raforku í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. Strengurinn mun einnig styrkja vestari hluta kerfisins á Suðurlandi og eykur flutningsgetu rafmagns á svæðinu til muna. „Strengleiðin liggur um sveitarfé- lögin Árborg og Ölfus og að mestu meðfram vegum sem fyrir eru á svæðinu. Hönnun verksins hófst árið 2014 og í kjölfarið var farið í útboð og undirbúning á nauðsynleg- um búnaði tengivirkja í Þorlákshöfn og á Selfossi. Samið var við fyrir- tækið NKT-Cables um framleiðslu jarðstrengsins og flutning til lands- ins, ásamt eftirliti með lagningu hans, tengingum og prófunum. Undirverktaki þeirra á Íslandi var fyrirtækið Orkuvirki“, segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. /MHH Landsnets. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Langanesbyggð: Bogabrú yfir Miðfjarðará senn 100 ára Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur vakið athygli á því að boga- brúin yfir Miðfjarðará nái senn 100 ára aldri. „Færa má góð rök fyrir því að umrædd brú sé merkur minnisvarði um samgöngur fyrri tíma,“ segir í bókun sveitarstjórn- ar. Í tilefni af aldarafmæli nefndar- innar lagði N-listinn í sveitarstjórn Langanesbyggðar til að Vegagerðin hafi forgöngu um uppgerð brúar- innar og færi hana til upprunalegs horfs. Tók sveitarstjórn undir þá tillögu og fól menningarmálanefnd að vinna málið áfram með sveitar- stjóra og koma því á framfæri við Vegagerðina. N-listinn vakti á sama fundi sveitarstjórnar athygli á því að gömul brú, sem er á leiðinni út að Digranesvita við Steintún. þarfnist sárlega uppgerðar. Brúin er notuð af útivistarfólki á svæðinu enda á mjög fallegri gönguleið. Lagt er til að sveitarfélagið hafi forgöngu um uppgerð brúarinnar. Sveitarstjórn fól sveitarstjóra að ræða við landeiganda og athuga hvort vilji sé fyrir hendi til að gera brúna upp. Fljótin: Borhola við Langhús lofar góðu Nýverið var ný borhola tekin við Langhús í Fljótum. Árangurinn lofar mjög góðu en borholan LH-04 er sú þriðja sem boruð hefur verið á þessu svæði á vegum Skagafjarðarveitna. Þær fyrri tvær sem boraðar voru áður gáfu samtals um 5 til 6 lítra á sekúndu af 100° heitu vatni. Ráðist var í borun þeirrar þriðju til að reyna að auka vatnsmagn á svæðinu upp í 8 til 10 lítra á sek- úndu hið minnsta. Borun holunnar hófst síðasta haust og var þá borað niður á um það bil 100 metra dýpi og var holan þá farin að gefa um 1 lítra á sekúndu. Í skýrslu frá ÍSOR um staðsetningu og væntingar til nýrrar holu á svæðinu var von á vatni á 160 til 240 metra dýpi, að því er fram kemur á vef Skagafjarðarveitna. Mikill þrýstingur Borun hófst á ný um miðjan júní og þegar borinn var kominn á 170 metra dýpi var rennslið komið í 15 til 20 lítra á sekúndu af 100 gráðu heitu vatni. Það er sjálfrennandi úr hol- unni og er mikill þrýstingur á því, svo mikill að erfiðleikum reyndist bundið að koma fyrir loku á holutoppinn þar sem strókurinn úr holunni stóð í það minnsta 20 metra upp úr holunni. Á næstu dögum verður lagt mat á heildarrennsli og þrýsting úr holunni og svonefndum mótorloka komið fyrir á holuna en hann stjórnar rennsli úr henni, veitir heitavatnsnotkun á svæðinu og kemur í veg fyrir sóun. /MÞÞ Mynd / Skagafjarðarveitur

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.