Bændablaðið - 11.08.2016, Side 30

Bændablaðið - 11.08.2016, Side 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Góðar viðtökur við Óbyggðasetri Íslands: Ástríða fyrir náttúru og sögu landsins dreif verkefnið áfram „Íslendingar vildu á tímabili gleyma hversdagssögunni, en að okkar mati eigum við að upp- hefja það sem við eigum og það sem við erum,“ segja þau Arna Björg Bjarnadóttir og Steingrímur Karlsson, sem fyrr í sumar opnuðu Óbyggðasetur Íslands í Norðurdal í Fljótsdal, í jaðri stærstu óbyggða Norður-Evrópu. Rætur beggja liggja á landsbyggðinni og saman deila þau ástríðu fyrir náttúru og sögu landsins. „Og það er þessi ástríða sem drifið hefur verkefnið áfram.“ Á Óbyggðasetrinu er boðið upp á fjölbreytta upplifun og afþreyingu, sýningar um líf í óbyggðum og við jaðar þeirra, hesta- og gönguferðir, dagsferðir ýmiss konar sem og lengri ferðir og einnig sérsniðnar ferðir fyrir hópa. Þá gefst gestum kostur á að gista á baðstofulofti og í gömlu íbúðarhúsi. Í eldhúsi eru fjölbreyttar veitingar í boði sem og í betri stofum heimilisins. Nálægð við stærstu óbyggðir Norður-Evrópu „Við opnuðum formlega fyrr í sumar og það er óhætt að segja að þessi upp- lifunarsýning sem hér er hafi fengið góð viðbrögð og töluverða athygli strax á okkar fyrsta sumri,“ segja þau Arna og Steingrímur. Markmið þessa verkefnis segja þau vera að skapa heildarupplifun í gegnum gistingu, heimilislegan mat úr gæðahráefni, sem og lifandi og sjónræna sýn- ingu um óbyggðir og með göngu – og hestaferðum um nágrennið. „Við sáum tækifæri hér á innsta byggða bóli í Norðurdal í Fljótsdal, þar sem sagan er við hvert fótmál og nálægðin við stærstu óbyggð- ir Norður-Evrópu skapar sérstaka stemningu. Hér geta gestir komið í kyrrðina til að skynja og upplifa núið með því að ganga inn í fortíðina, sofa á safni, njóta afþreyingar, eins og að renna sér á endurgerðum kláf yfir Jökulsá, veiða fisk, leita uppi hreindýr, fara í reiðtúr um svæðið eða taka því rólega og fræðast um lífið heimavið.“ Ævintýraveröld Þau Arna og Steingrímur segja Óbyggðasetursverkefnið byggja á traustum grunni þar sem nokkrum ársverkum var varið í heimilda- og þróunar- og hönnunarvinnu. Fjöldi fagaðila á sviði menningar, sagn- fræði og náttúru lagði fram liðsinni sitt og veitti ráðgjöf og aðstoð. Þegar hönnunarstigi sleppti voru listamenn og leikmyndasmiðir fengnir til leiks til að koma hugmyndum í fram- kvæmd og skapa þá ævintýraver- öld sem nú hefur risið í Norðurdal. „Það vilja allir láta koma sér á óvart, ungir sem aldnir, upplifa ævintýri og fræðast um raunverulegar sögur í umhverfi sem svo sannarlega gefur tóninn,“ segja þau. Framleiðum minningar Norðurdalur er eins konar síðasti bærinn í dalnum, ef svo má að orði komast, en þar bjuggu 9 af 14 systkinum félagsbúi til dánardags. Þau voru sjálfbjarga um flest, lið- tæk við hönnunar- og smíðavinnu, nýsköpunarhæfileikum þeirra var viðbrugðið, listrænu auga, nýtni og skyggnigáfum. „Það má segja að hér á Óbyggða- setrinu framleiðum við minningar. Upplifun sem byggir á raunveruleg- um sögum sem miðlað er á skap- andi hátt og skilar sér til baka. Við höfum fengið til okkar fjöldann allan af ánægðum gestum sem fara á brott margs vísari og vonandi með meiri skilning en áður á náttúru og sögu og þeirri tilfinningu að hafa upplifað eitthvað einstakt og ekta,“ segja þau Arna og Steingrímur. Opið allt árið Óbyggðasetrið verður opið á kom- andi vetri, enda stendur til að byggja upp á svæðinu heilsársferðaþjónustu. „Það er alveg upplagt að heimsækja okkur á Óbyggðasetrið hvenær sem er ársins, við höfum bent á að það hentar t.d. vinahópum af öllu tagi, fyrirtækjum sem bjóða upp á hvata- eða vinnuferðir að koma hingað, en við höfum í boði pakka sem sér- sniðnir eru að ferðum slíkra hópa, skemmti- og upplifunarpakka, sem og hvata- og vinnuferðarpakka,“ segja þau Arna og Steingrímur. „Staðurinn er enda hugsaður þannig að auðvelt er að setja upp funda- vinnu- og fyrirlestraraðstöðu í óhefð- bundnu umhverfi með skjávörpum og ljósleiðaratengingu.“ /MÞÞ Arna Björg Bjarnadóttir og Steingrímur Karlsson hafa opnað Óbyggðasetur Íslands í Norðurdal í Fljótsdal, í jaðri stærstu óbyggða Norður-Evrópu. Hér eru þau með tvíburadætrum sínum, Snædísi og Friðnýju, en eiga einnig tvö börn önnur, Soffíu og Bjarna. KK tók lagið við opnun Óbyggða- setursins. Á Óbyggðasetrinu er boðið upp á fjölbreytta upplifun og afþreyingu, sýningar um líf í óbyggðum og við jaðar þeirra, hesta- og gönguferðir. Myndir / Steingrímur Karlsson Gestum gefst kostur á að gista á baðstofulofti og í gömlu íbúðarhúsi. Við framleiðum minningar, segja þau Arna og Steingrímur um Óbyggðasetrið. Hurðir á hagstæðu verði Af sérstökum ástæðum getum við hjá Sindra boðið nokkrar hurðir á mjög hagstæðu verði. Iðnaðarhurðir með öxulmótor Stærð 4000x4800 mm, 1 stk. Stærð 4320x4800 mm, 2 stk. Stærð 4410x4800 mm, 1 stk. Bílskúrshurð 2480x1920 mm 1 stk. Hafðu samband við Hlyn í síma 575 0044 eða netfangið hlynur@sindri.is Smáauglýsinga- síminn er: 563 0300 Næsta blað kemur út 25. ágúst

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.