Bændablaðið - 11.08.2016, Síða 37

Bændablaðið - 11.08.2016, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Til sölu 50% jarðarinnar Þingvellir í Helgafellssveit á Snæfells- nesi. Jörðin Þingvellir í Helgafellssveit stendur austanvert í Þórs- nesi stutt frá Nesvogsmynni um 3,5 km frá þjóðvegi. Hér er um að ræða náttúruperlu sem liggur að sjó og er örstutt frá Stykkis- hólmi. Á jörðinni var aðallega búið með kýr og kindur og stund- að útræði. Húsakostur er nokkuð góður, þ.e.a.s. íbúðarhús, fjós, hlaða, fjárhús, vélaskemma, bátaskýli, aðstöðuhús og hjallur. Landstærð talin vera 316 hektarar, þar af um 34 hektarar ræktað land. Jörðin á nokkra hólma fyrir landi jarðarinnar. Einstakt út- sýni. Mjög áhugaverð jörð. Jörðin er í óskiptri sameign. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali magnus@fasteignamidstodin.is sími 550 3000 eða 892 6000 Þingvellir í Helgafellssveit Lægra verð í Lyfju lyfja.is Gildir til 18 . ágús t 10% AFSLÁ TTUR Verð nú: 5.660 kr Verð áður: 6.289 kr HÚS - BITAR - SÚLUR - ÞÖK HAFÐU SAMBAND OG VIÐ FINNUM LAUSNINA SAMAN Val á sláturtíma: Borgar sig að bata eða lóga snemma? Val á sláturtíma er einn af lykil- þáttunum í því að hámarka arð- semi af innlögðum dilkum. Til þess að átta sig á því hvenær og við hvaða þunga sé arðvænlegast að lóga lömbunum þarf að velta fyrir sér ýmsum forsendum. Helstu spurningar sem þarf að svara eru: Hvað kostar að bata lambið/geyma það? Hvaða áhrifa má búast við af bötuninni á flokkun og þyngd? Hvaða verð er í boði á hverjum tíma? Ef geyma á lambið þarf það að þyngjast/stækka. Forsenda bötunar er að til sé kjarngóð beit. Vel er þekkt að góður árangur næst með því að beita lömbum á grænfóður. Einnig er hægt að ná ágætri bötun með því að beita á áborna há, sérstaklega á nýlega endurræktuðum túnum. Hversu mikið lambið bætir sig fer m.a. eftir því hversu vel bötunin heppnast. Þar spilar inn í gæði beit- arinnar og ásigkomulag lambsins þegar bötun hefst. Smitálag í högum skiptir einnig miklu máli en best er að notast við tún og sem ekki hafa verið beitt um vorið. Kosturinn við að beita á grænfóður er að það er laust við orma og hníslasmit. Síðan er mikill breytileiki milli búa hvernig lömb taka bötuninni eftir því hvaða erfðaeðli hjörðin býr yfir en það ræðst af því hvernig ræktunarstarf- inu hefur miðað. Kjötprósenta lamb- anna er mismunandi. Ung og vel gerð lömb geta haft mjög háa, t.d. 45 til 48%. En illa holdfyllt lömb, kviðuð og ullarmikil, geta hins vegar verið með mjög lága kjötprósentu, eða í kringum 37%. Nýlega vann RML reiknilíkan fyrir Landssamtök sauðfjárbænda sem er aðgengilegt sauðfjárbænd- um á heimasíðu samtakanna. Þar er hægt að vinna með ýmsar forsendur varðandi beit, vaxtarhraða og mis- munandi sláturtíma. Eins er þar nálgun á kostnaði við beit sem hver og einn getur breytt að vild þótt ákveðin upphafsgildi séu í líkaninu. Forsendur líkansins byggja að hluta á rannsóknum en einnig upplýsingum úr skýrsluhaldinu en við notkun þess skal haft í huga að það nær aldrei yfir öll smáatriði. Þegar þetta er ritað hafa sláturleyfishafar ekki birt verð- skrár fyrir haustið 2016 og byggja því tölur á verðskrám fyrra árs en með álagi hverrar viku líkt og sumir sláturleyfishafar boðuðu í vor. Dæmi 1 – Kálbeit í 6 vikur hið minnsta Smalað er fyrstu vikuna í september og léttustu lömbunum haldið eftir heima og þau höfð á kálbeit til 20. október og þá slátrað. Meðalþungi þeirra lamba sem haldið er eftir er um 32 kíló og ætla mætti að með- alflokkun þeirra í byrjun september lægi milli R og O fyrir holdfyllingu en fyrir fitu milli fituflokka 1 og 2, meðalfallþungi á þeim tíma 13,4 kg. Gert er ráð fyrir að þyngdaraukn- ing sé um 250 gr/dag sem er í efri mörkum m. v. tilraunaniðurstöður en mörg dæmi um þann vöxt við góðar aðstæður. Eftir 6 vikur hefur hvert lamb því þyngst um rúm 10 kg á fæti og áætlaður fallþungi þeirra á þeim tíma 17,4 kg. Í þessu dæmi er gert ráð fyrir að 80 lömb séu geymd og á þessum 6 vikum drepist þrjú af þeim sem reiknast þá inn í kostnað. Miðað við þessar forsendur væri ávinningur af bötun á hvert lamb 3.400 krónur þegar ekki er tekið tillit til kostnað- ar. Kostnaður við ræktun á einum hektara af káli getur verið mjög breytilegur eftir aðstæðum. Hér er gert ráð fyrir að tún sé plægt, tætt og síðan borið á áburður og fræ og þá valtað. Kostnaður við þessa vinnu með fræi og áburði gæti verið rúmar 100.000 kr. /ha. Heppnist þetta sem skyldi ætti að vera hægt að beita tæp- lega 80 lömbum á hektara í sex vikur. Kostnaður við lömbin sem drepast er metinn sem verðmæti þeirra við slátrun í byrjun september. Kostnaður við hvert lamb er því 1.680 krónur að teknu tilliti til ræktunarkostn- aðar og þeirra lamba sem drepast. Ávinningurinn af þessari geymslu er því rúmlega 1.700 krónur á hvert lamb. Dæmi 2 – Beit á áborna há í 3 vikur Smalað er um miðjan september og ákveðið að geyma öll lömb sem eru 40 kíló eða léttari heima í 3 vikur og slátra svo um 10 október. Meðalþungi þeirra lamba sem haldið er eftir eru um 38 kíló og ætla mætti að meðal- flokkun þeirra væri allgóð eða á milli R og U fyrir holdfyllingu en fyrir fitu væru þau milli flokka 2 og 3, meðalfallþungi á þeim tíma 15,4 kg. Gert er ráð fyrir að þyngdaraukning sé um 115 gr/dag sem er mjög góður vöxtur á áborinni há. Hann gæti þó verið minni, sérstaklega ef tíðarfar er óhagstætt, mikil rigning og lömb halda sér illa að beit. Eftir 3 vikur hefur hvert lamb þyngst um 2,4 kíló og áætlaður fallþungi þeirra 16,2 kg. Vöxturinn á þessum tíma hefur þó meira verið fitusöfnun sem kemur niður á flokkun og meðalverði þar sem lægra verð er greitt fyrir feitari lömb. Í þessu dæmi er einnig gert ráð fyrir að 80 lömb séu geymd en ekki gert ráð fyrir að neitt lamb drepist. Ávinningurinn á hvert lamb er tæpar 270 krónur. Við beit á áborna há fellur einnig til kostnaður, áburður og vinn- an við að bera á. Sá kostnaður gæti verið um 40.000 kr/ha en m. v. góða háaruppskeru þarf 2 ha fyrir þessi 80 lömb. Kostnaðurinn við hvert lamb er því rúmar 900 krónur. Ávinningurinn af þessari geymslu er því enginn þar sem það tapast 630 krónur á hverju lambi. Hvar skal draga mörkin Hér að framan eru tekin tvö dæmi þar sem reiknilíkanið er notað. Hafa skal í huga að aðstæður eru misjafnar milli bæja til að geyma lömb. Víða er nauðsynlegt að rækta kál til að hafa næga beit á haustin ef beitiland er takmarkandi þáttur. Eins getur komið upp sú staða að ekki sé ávinningur af kálbeit þetta haustið en til lengri tíma litið hefur hvíldin á landinu og endur- ræktun jákvæð áhrif þegar spildunni er lokað með grasfræi eftir 2–3 ára kálbeit. Almennt má þó segja að meðan yfirborgun í verðskrám er 10% eða hærri líkt og margir sláturleyfishafar hafa boðið upp á fyrri hluta septem- ber undanfarin ár þá er ávinningur af því að slátra snemma meiri en að geyma lömb fram í október. Þegar líður fram á haustið safna lömbin meiri fitu og þótt þau þyngist er ekki víst að þau vegi upp muninn á verði ef þau flokkast í 3+ í stað 3 en algengt er að munurinn þar á milli sé um 60 kr/ kg. Eins gleymist oft að kjötprósenta lamba er mun hærri fyrst í september en þegar líður á haustið. Bændur eru hvattir til að skoða þetta reiknilíkan á heimasíðu LS og skoða mismunandi forsendur en öllum þessum atriðum er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þegar ákveðið er, hvort slátra eigi lömbunum snemma eða geyma þau og reyna að bata. Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur í sauðfjárrækt eyjolfur@rml.is Ávinningur af bötun lamba fyrir slátrun getur verið umtalsverður en taka þarf tillit til ýmissa þátta. Mynd / TB Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.