Bændablaðið - 11.08.2016, Side 46

Bændablaðið - 11.08.2016, Side 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Tveir vænlegir valkostir í Goes fjórhjólum: Fjórhjól sem henta bæði til vinnu og ferðalaga Í byrjun júlí bauð Jóhannes Bjarnason, sviðsstjóri verslunar- sviðs hjá Jötunn vélum, mér að prófa tvö fjórhjól sem fyrirtækið selur. Við mæltum okkur mót á æfinga- og keppnissvæði Vél hjóla- íþróttaklúbbsins í Bola öldum gegnt Litlu kaffistofunni í Svínahrauni. Jóhannes mætti með tvö Goes fjór- hjól, annars vegar hjól sem heitir 520 og hitt sem heitir 625. Eftir að hafa klætt mig í öryggisfatnaðinn minn var kominn tími á stutta prófun á hvoru hjóli. Goes 520 Ég byrjaði á að prófa 520 hjólið. Ástæða þess að ég valdi minna hjólið fyrst var að á því var velti- bogi frá Lifeguard þar sem ég taldi mig orðinn heldur ryðgaðan í akstri fjórhjóla. Hvort það var öryggistil- finningin að vita af veltiboganum fyrir aftan mig þá þorði ég strax að taka vel á hjólinu í motocrossbrautinni. Þrátt fyrir að vélin væri ekki nema 500 cc var krafturinn nægur til að hafa gaman af hjólinu. Í beygjun- um var gott að hafa rafmagnsstýrið sem hjálpaði við að létta stýringu út úr kröppum beygjunum. Við nánari skoðun á fjórhjólinu sá ég strax, miðað við fyrri fjórhjól sem ég hef prófað sem framleidd voru í Kína, að allur frágangur á rafmagnssnúrum er mun betri en var fyrir 3–6 árum. Fjöðrunin er töluvert mýkri en var á eldri „Kínahjólum“ og greinilegt að þeir eru að taka sig á í vandaðri framleiðslu. 625 hjólið meira ferðatæki Sami hringur var tekinn á stærra hjólinu og munurinn var töluverð- ur. Stífari fjöðrun, en hægt er að stilla gasdemparana bæði framan og aftan, stýring aðeins þyngri og greinilega meira tog og kraftur. Miðað við minna hjólið hentar 625 hjólið betur til lengri ferða, aksturs með farþega og að draga kerru (bæði fjórhjólin koma með 50 mm drátt- arkúlu). Ljósabúnaðurinn er betri á 625 hjólinu, en á því eru ledljós að framan sem ekki er á minna hjól- inu. Á farangursgrindina aftan á var búið að setja stóran farangurskassa á 625 hjólið sem er aukabúnaður, en burðargeta farangursgrindanna á hjólunum er um 100 kg. 625 hjólið er á 14 tommu álfelgum. Það hefur þann kost að hægt er að kaupa venjuleg nagladekk sem ætluð eru fólksbílum sé verið að nota hjólið mikið í hálku og snjó. Goes fjórhjólin eru afrakstur samvinnu Goes er franskt fyrirtæki stofnað af nokkrum fyrrverandi starfsmönnum Bombardier árið 2005. Frá upphafi hefur áherslan verið lögð á framleiðslu einfaldra og vandaðra vinnuhjóla og eru hjólin í dag seld í 15 Evrópulöndum og framleiðslan er um 4.000 hjól á ári. Hönnunarvinna kemur frá Frakklandi, en sem dæmi þá er grind ættuð frá Yamaha, mótor og drif frá CF Moto, en hjólin eru sett saman í CF Moto verksmiðjunum. Bæði hjólin eru með spili, en þess ber að geta að bæði hjól- in á myndunum eru með aukabúnaði. Smærra hjólið er með veltiboga en stærra hjólið er með farangurskassa. Þegar ég spurði Jóhannes um hvort tryggingar gefi ekki góðan afslátt af tryggingum á fjórhjólum sem eru útbú- in með veltiboga eins og smærra hjólið varð ég satt best að segja hissa hvað afslátturinn var lítill. Samkvæmt ástral- skri forvarnargrein um þessa veltiboga er þar í landi gefinn allt að 50% afsláttur á tryggingum fjórhjóla með veltiboga. Samanburður, verð og mál Að velja á milli hjólanna er frekar vandasamt, en sennilega myndi ég hafa það svona: Til léttrar vinnu sam- anber girðingarvinnu og eftirlit með búfé mundi ég velja 520 hjólið. Sé mikið verið í lengri ferðum (á ég þar við 30 mín. akstur eða meira) myndi ég velja stærra hjólið. Verðmunurinn er ekki mikill, en stærra hjólið kostar 1.590.000 kr. og það minna 1.397.000 krónur. Vélabásinn liklegur@internet.is Hjörtur L. Jónsson Myndir / HLJ - -

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.