Bændablaðið - 11.08.2016, Page 56

Bændablaðið - 11.08.2016, Page 56
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. febrúar 2014 Til hamingju með glæsilegt fjós á Kúskerpi! Gunnbjarnarholti – 801 Selfoss sími 480 5600, fax 480 5655 Opið alla virka daga kl. 8-17 Kaupvangi 10, 700 Egilsstöðum sími 471 1901 Opið alla virka daga kl. 8-17 landstolpi.is landstolpi@landstolpi.is Við erum líka á Fésbók! Landstólpi ehf. hefur afhent fjós fyrir 120 mjólkurkýr á Kúskerpi í Skagafirði, glæsilegt hús sem byrjað var að grafa fyrir í október 2015 og tekið í notkun 19. júlí 2016. Landstólpi hannaði bygginguna í samstarfi við Eflu verkfræðistofu og reisti fjósið með innréttingum, náttúrulegri loftræstingu, hurðum og gluggum. Síðast en ekki síst; þarna er fyrsta fóðurkerfið frá Trioliet á Íslandi, sjálfvirkt heilfóðurkerfi með gjafaróbóta og rafmagnsblandara. Trioliet er víðþekkt og öflugt fyrirtæki sem sýndi Landstólpa mikið traust með því að gera hann að umboðsaðila sínum hérlendis. Enn einu sinni sýndi sig hve miklu máli skiptir að velja heildarlausn og fela Landstólpa hönnun, skipulag og framkvæmd verkefnis. Þegar saman fer reynsla og þekking Landstólpa, heimafólks og verktaka verður vinnan markvissari og unnt er að ljúka verki fyrr en ella. Það einfaldar hlutina og sparar bæði fjármuni og tíma að standa þannig að málum.  Jarðirnar Úlfsstaðir og Kúskerpi eru samliggjandi, með sömu eigendur og nýttar sameiginlega.  Landstólpi óskar bændum þar hjartanlega til hamingju með áfangann og þakkar þeim fyrir gott og gjöfult samstarf sem skilaði stóru verkefni fljótt og vel. Bændur á Kúskerpi verða með opið hús sunnudaginn 14. ágúst 2016, frá klukkan 10 til 17, og kynna gestum nýja fjósið. Fulltrúar Landstólpa ehf. verða á svæðinu og svara fyrirspurnum um það sem að fyrirtækinu sneri í framkvæmdunum. Opið hús 14. ágúst Verið velkomin! Bændur á Úlfsstöðum og Kúskerpi í nýja fjósinu, Trioliet-fóðurkerfið í bakgrunni. Frá vinstri: Sigurður Ingi Einarsson, Einar Halldórsson, Kolbrún Erla Grétarsdóttir, Halldór Jóhann Einarsson og María Jóhannsdóttir. Kúskerpi í Skagafirði. Fjósið í byggingu vorið 2016.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.