Bændablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 16

Bændablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Ýmsar jurtir voru áður fyrr notaðar til lækninga og mörg nútímalyf eru upprunnin í gömlum lækningajurtum. Jurtir tengdust líka hjátrú og voru not- aðar við galdur. Vallhumall (Achillea millifoli- um) þykir hin besta lækningarjurt og er sögð brúkleg gegn ýmsum kvillum, jurtin er mýkjandi, blóð- leysandi og styrkjandi. Sé rótin þurrkuð og mulin er hún talin góð gegn ígerð og tannpínu. Seyði jurtarinnar er talið gott gegn kvefi, sótthita, hrukkum og fílapenslum í andliti þvoi menn andlit sitt með því fyrir svefninn. Sortulyng (Arctostaphylus uva ursi) eða mulníngar var notað til að drýgja tóbak, þetta er einnig þekkt meðal indíána Norður-Ameríku, og til að búa til blek og sem litarefni. Í galdrabók frá 15. öld er það sagt gott til að fæla burt drauga. Nafnið lúsamulníngar er einnig þekkt, en það stafar af því að menn töldu sig verða lúsuga af því að borða sortulyng. Birki (Betul pubescens) er ein af þessum plöntum sem Íslendingar hugsa til í hálfgerðri lotningu, talað er um endurheimt birkiskóganna og skuldina við landið. Seyði úr birkiberki þótti afar gott gegn niðurgangi og til að verja barna- rassa sviða. Þá þótti einnig gott að brugga vín, svonefnt birkivatn, úr birki. Skarfakál (Cochelearia officinalis), kálgresi, síonsjurt eða skyrbjúgsjurt er gömul lækningar- jurt og mjög C-vítamínrík. Henni var safnað á vorin og þótti hún hin besta lækning við skyrbjúg eins og eitt af nöfnum hennar gefur til kynna. Skarfakál var talið örva tíðir og þótti gott að leggja hana í mat til að varna rotnun. Ætihvönn (Archngelica officinalis) hefur alla tíð verið mikils metin hér á landi og reyndar víðar. Á latínu heitir hún Archangelica sem þýðir erkiengilsjurt. Síra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal talar um það í Grasnytjum sínum að hvönnin lækni milli 10 og 20 sjúkleika og Oddur Hjaltalín segir í bók sinni Íslenzk grasafræði að: „Urtin hefir styrkjandi, vindeyð- andi, svitaeyðandi, ormdrepandi, uppleysandi, forrotnum mótstand- andi og blóðhreinsandi krapt. Hún er því góð ímót matarólyst, vind- um í þörmum, innvortis tökum, gulu, hósta, skyrbjúgi, stöðnuðu tíðablóði, og mótstendr drepsótt- um [...]. Til manneldis má rótina brúka, er hún munntöm fæða með fiski og nýu smjöri; hún er og bezta sælgæti bituð og selltuð með sykri.“ Líklegt er að hvönn hafi verið ræktuð hér á landi frá landnámi, hún var að minnsta kosti mikið ræktuð í Noregi, og í fornsögum er minnst á hvannagarða. Hvannir hafa þótt hin mesta búbót og hafa mörg bæjarnöfn og örnefni hvönn sem hluta af nafni sínu, svo sem Hvanneyri, Hvanná, Hvannavellir og Hvanndalir. Nafngiftir að þessu tagi eru ómetanleg heimild um gróðurfar og plöntunytjar, hvönn- in hefur sett svip á landið og verið mikilvæg nytjaplanta. Einir (Juniperus communis). Göngum við í kringum einiberja- runn er þýðing á dönskum texta sem á frummálinu heitir Så går vi rundt om en Enebærbusk. Flestir Íslendingar þekkja textann og syngja hann þegar þeir ganga kring- um jólatré. Barr einis er einkar gott við aflleysi og tíðarteppu og það þykir hið hollasta reykelsi. Áður fyrr voru einiber brennd og reykur- inn látinn leika um sængurkonur til að halda djöflinum í skefjum. Þess má einnig geta að það eru einiber sem gefa séniver og gini sitt sér- staka bragð. Djöfla- og draugafælur STEKKUR Í lok ágúst fagnaði Búvís ehf. á Akureyri tíu ára starfsafmæli fyrirtækisins. Á fjórða hundrað gestir mættu í afmælisveisluna. Veislustjóri var Níels Árni Lund og stjórnaði hann fagnaðinum af alkunnri röggsemi ásamt því að fara með gamanmál. Veislan hófst með fordrykk og kvöldverði. Álftagerðisbræður sungu nokkur lög og margt fleira var til gamans gert. Auk innlendra viðskiptavina og annarra gesta mættu ellefu gestir frá erlendum birgjum í veisluna. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 og hefur vaxið jafnt og þétt á þessum 10 árum. Frá árinu 2013 hefur fyrirtækið verið á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki sem Creditinfo gefur út á hverju ári. Helstu vörumerki sem Búvís verslar með eru: Orkel rúlluvélar og vagnar, Samasz landbúnaðarvélar, Metal Fach landbúnaðarvélar, Bauer haugsugur o.fl., Rani plast, Tama net, Cemagro áburður, Rauch áburðardreifarar, Dieci skotbómulyftarar, Kränsle háþrýstidælur og Palmse vagnar. /VH Búvís fagnar 10 ára afmæli RIFF - alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík: Glænýjar og framsæknar kvikmyndir Splunkunýjar myndir sem hafa hlotið verðlaun á virtustu kvik- myndahátíðum heims í ár, glæ- nýjar heimildamyndir um mál- efni líðandi stundar, íslenskar og erlendar stuttmyndir, framsækn- ar myndir ungra leikstjóra og margt fleira verður á dagskrá RIFF - alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík í ár. Hátíðin sem haldin er í þrettánda sinn fer fram dagana 29. septem- ber til 9. október. Tíu kvikmyndir munu keppa um Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF, en í þeim flokki eru fyrsta eða annað verk kvikmyndaleikstjóra hvaðanæva að úr heiminum. Einnig verða veitt verðlaun í flokki leikinna íslenskra stuttmynda og í fyrsta sinn í flokki erlendra stuttmynda. Þúsund haust – um réttir á Íslandi Íslensk-bandaríska stuttmyndin A Thousand Autumns, eða Þúsund haust, eftir Bob Krist, fjallar um réttir á Íslandi. Leikstjórinn hefur heimsótt Ísland reglulega frá árinu 1987 og tekið myndir fyrir National Geographic. Myndir heiðursgesta Verðlaunaleikstjórinn Darren Aronofsky er heiðursgestur hátíðar- innar, og verða þrjár kvikmyndir hans, The Wrestler, Requiem for a Dream og Black Swan, sýndar en sú síðastnefnda var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna árið 2011. Einnig verður kvikmyndagerðar- konan Deepa Mehta heiðursgestur á hátíðinni og verða þrjár mynd- ir úr hennar smiðju sýndar, þar á meðal hin glænýja The Anatomy of Violence sem fjallar um hina alræmdu hópnauðgun í Delí árið 2012. Tvær kvikmyndir Alejandro Jodorowsky verða sýndar á hátíð- inni, Endless poetry og Dance of reality. Leikkonan Chloë Sevigny er sérstakur gestur RIFF í ár, en stuttmynd hennar, Kitty, sem er frumraun hennar í leikstjórastóln- um, verður sýnd. Greppikló og Frankeinstein Fjöldi skemmtilegra sérvið- burða verða á hátíðinni. Þar á meðal hið rómaða sundbíó þar sem barnafígúran Greppikló og skrímslið Frankenstein munu hitta unga sem eldri gesti Sundhallarinnar fyrir, meistara- spjöll með heiðursgestum hátíðar- innar og samstarfssýningar við bæði Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur. Börn fá sérstakan sess á hátíðinni með barnakvik- myndahátíð í Norræna húsinu þar sem sýndar verða spennandi stutt- myndir og myndir í fullri lengd fyrir alla aldurshópa, ýmis nám- skeið fyrir börn og ungt fólk, þar á meðal námskeiðið Stelpur filma! sem nú er haldið í annað sinn, auk þess sem börnum úr grunnskólum Reykjavíkur verður boðið sérstak- lega á hátíðina. /VH Darren Aronofsky og Deepa Mehta eru heiðursgestir RIFF 2016. Stuttmyndin Þúsund haust fjallar um réttir á Íslandi. Íslenskir umboðsmenn Búvís. Fulltrúar erlendra birgja fagna með Búvís. Einar Guðmundsson framkvæmdastjóri tók lagið á harmóníku. Á fjórða hundrað gestir mættu í afmælisveisluna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.