Bændablaðið - 22.09.2016, Síða 18

Bændablaðið - 22.09.2016, Síða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Féð rennur inn í Tungnarétt í Biskupstungum, en þar var smalað laugardaginn 10. september. Á innfelldu myndinni eru mæðgurnar Kristín María og Dagný Björk, sem skemmtu sér vel í réttunum. Myndir / Ruth Örnólfsdóttir Margt um manninn í Tungnarétt Smalað var í Tungnarétt í Biskupstungum laugardaginn 10. september. Að venju var þar margt um manninn þegar atgangurinn hófst í réttinni klukkan níu að morgni. Auk bænda og þeirra aðstoðar- fólks við smölunina, þá njóta Tungnaréttir sívaxandi vin- sælda í augum ferðamanna. Ruth Örnólfsdóttir mætti þar líka vopnuð myndavél. Skaut hún ótt og títt og fangaði stemninguna á rafeindaflögu og hér má sjá afraksturinn. Fjallkóngurinn Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir ásamt Ingibjörgu Ketilsdóttur. Ávallt er mikið sungið í Tungnaréttum. Guðrún, Elísabet Inga, Gunnþóra og Birna mættar með öndvegis koníak í réttirnar. Kjarnholtssysturnar Ingibjörg og Guðrún. Agnar frá Ísabakka og Björn í Brautarholti skála við Guðrúnu Ketilsdóttur. Flottir eru þeir feðgarnir í Úthlíð, Björn og Ólafur. Herdís, Kolbrún og Björk skemmtu sér vel í réttunum. Systurnar frá Bóli þær, Halla og Didda, létu sig ekki vanta í réttirnar. Hafdís Inga og Sævar Andri með snúlluna sína á milli sín. Guðni, Birgir, Ögmundur og Svavar.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.