Bændablaðið - 22.09.2016, Side 25

Bændablaðið - 22.09.2016, Side 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Liprar ódýrar fjárgrindur Pöntunarsímar 669 1336 og 899 1776 www. aurasel.is Meira fyrir aurinn Þessar grindur hafa löngu sannað gildi sitt. Ódýrar, traustar og einfaldar í uppsetningu. Stærð: Breidd 427 cm, hæð 110 cm. Möskvastærð 10 x15 cm. Verð á einni grind kr. 24.900 auk vsk. Ef keyptar eru 2-4 grindur, verð á grind kr. 22.900 auk vsk. Ef keyptar eru 5 grindur, verð á grind kr. 19.900 auk vsk. Gerið verðsamanburð. Lambheldar hliðgrindur Einstaklega léttar og meðfærilegar fjárgrindur. Stærð 180 x 90 cm. Hægt að stilla upp á marga vegu. Engar festingar, auðvelt að krækja saman. Verð á einni fjárgrind kr. 7.900 auk vsk. Ef keyptar eru 10 grindur eða fleiri, verð á grind kr. 6.900 auk vsk. Takmarkað magn. næturinnar eftir Kristínu Jónsdóttur sem kom út 2009. Vakti sú bók mjög mikla athygli og seldist vel. „Já, þessi bók varð vinsæl og seldist upp bæði fyrir jólin 2009 og 2010. Við þurftum að láta prenta hana fimm sinnum. Síðasta prentun var 2011,“ segir Magnús. Viðamikið ritsafn í fimm bindum Viðamesta útgáfan okkar var þó þegar við gáfum út fyrir þrem árum fimm binda ritsafn Guðfinnu Þorsteinsdóttur. Hún orti ljóðin sín undir höfundarnafninu Erla. Þetta safn gáfum við út með tilstyrk Erlusjóðs og var þetta mikið verk- efni. Bækur númer 29 og 30 í tilefni af 20 ára afmælinu Núna er enn ein bók í prentun á vegum félagsins og er það prentsmiðjan Prentmet sem vinnur hana. „Þar er um að ræða 29. bókina sem við gefum út. Þessi bók tilheyrir ekki flokknum Austfirsk ljóðskáld og því höfum við farið þá leið við útgáfuna að safna áskrifendum. Nú erum við búin að fá yfir 100 áskrifendur að þessari bók svo fjárhagsgrundvöllur hennar er tryggður.“ -Hvaða bók er þetta? „Þarna er ekki um ljóðabók að ræða heldur úrval af sögum og frásagnaþáttum Sigurðar Óskars Pálssonar. Hann var skóla- stjóri á Borgarfirði eystra og á Eiðum og síðar forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga á Egilsstöðum. Það er gaman að segja frá því að fyrsta bókin í flokknum Austfirsk ljóðskáld var bókin Austan um land eftir Sigurð Óskar Pálsson. Hann var jafnframt sá eini sem valinn hefur verið sem heiðursfélagi í Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi. Til að votta minningu hans virðingu gefum við nú í október úrval úr verk- um hans. Það verður sannarlega skemmtileg bók, því sögurnar eru uppfullar af gamansemi. Þetta er vel skrifað því Sigurður var snillingur á íslenskt mál. Ég held að þessi bók eigi eftir að vekja kátínu hjá mörg- um.“ Seinna í haust kemur líka út 30. bók félagsins. Það er lítil bók með ljóðum ungra austfirskra höfunda. Þessi bók og bók Sigurðar eru gefnar út í tilefni af 20 ára afmæli Félags ljóðaunnenda á Austurlandi. Líka staðið fyrir ljóðakvöldum og tónlistarflutningi Starfsemi félagsins er þó mun víðtækari en bókaútgáfa. Segir Magnús að yfir vetrarmánuðina sé haldið úti mánaðarlegum samkomum sem kallaðar eru „Ljóðastundir“. Er þá komið saman í Bókakaffinu í Fellabæ og þar mætir harðasti kjarni félagsmanna. „Mæting í Ljóðastundir er þó alls ekki bundin við félagsmenn, því öllum er frjálst að koma. Þar erum við ekki alltaf með fyrirfram ákveðna dagskrá. Stundum koma félagarnir með eitthvað sem þeir vilja koma á framfæri og þá eru oft líka umræður um ljóðagerðina. Fyrir utan Ljóðastundirnar höld- um við nokkuð sem við köllum „Ljóðakvöld“, Þá er undirbúin dag- skrá og þar er bæði boðið upp á upp- lestur ljóða og tónlistarflutning. Sjö undanfarin haust höfum við haldið Ljóðakvöld í Seldal í Norðfirði. Þau kvöld eru yfirleitt vel sótt, allt upp í 80 manns. Oftast mæta þó um 40 manns,“ segir Magnús Stefánsson. /HKr. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 6. október

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.