Bændablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 26

Bændablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Landskeppni Smalahundafélags Íslands: Mikilvægi smalahundanna eykst samhliða fækkun fólks í sveitum Landskeppni Smalahundafélags Íslands var haldin að Bæ í Miðdölum helgina 27. til 28. ágúst. Blíðskaparveður var báða keppnisdagana og vel að keppn- inni staðið. Það kom í hlut Smalahundafélags Snæfellsness- og Hnappadalssýslu að halda keppnina þetta árið og gerði félagið það í samstarfi við Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu. Óhætt er að segja að þetta samstarf hafi heppnast vel. Þarna mættu sumir af bestu smöl- um landsins með marga af bestu ræktunarhundum landsins. Svona keppnir eru mikilvægar til að halda mönnum við efnið og gefa smölun- um færi á að sýna hundana sína og öðrum að sjá þá. Vonandi verða þær einnig til að auka áhuga á Border Collie-smalahundum. Ekki er þetta síst áríðandi nú þegar bændum fer fækkandi og búin stækkandi sem veldur því að færri eru til staðar í sveitunum til að smala úthagann á haustin. Eitt af markmiðum Smalahunda- félagsins er að bera út boðskap Border Collie-smalahundsins. Það er því sérlega ánægjulegt að keppnin hafi verið haldin í Dalasýslu í fyrsta skipti. Breskur dómari Dómari keppninnar var breski sauð- fjárbóndinn Bevis Jordan og var hann skipaður af International Sheedog Society, sem Smalahundafélag Íslands er aðili að. Bevis lýsti því yfir að keppninni lokinni að hann væri ánægður með það sem hann sá og hvernig hundarnir höndluðu krefjandi aðstæður, á Íslandi væri greinilega að finna góða þjálfara og hunda sömuleiðis. Mótið var með hefðbundnu sniði. Keppnin var tveggja daga og fengu allir hundar að fara tvisvar sinnum í braut. Keppt var að 100 stigum hvorn dag í öllum flokkum. Að því loknu var samanlagður stigafjöldi daganna tveggja lagður saman og sigurvegari hvers flokks var sá sem hæsta skorið hafði samtals. Svanur Guðmundsson býr sig undir að skipta kindahópnum. Myndir / Aðalsteinn J. Halldórsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.